Segjast hættir að treysta Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Carl Vinson flugmóðurskipið. Nordicphotos/AFP Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira