Það hefur ekkert lið áður gert í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar. LeBron James var maðurinn á bak við endurkomuna með 41 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar.
Staðan í hálfleik var 74-49 en Cleveland vann þriðja leikhlutann 35-17 og þann fjórða 35-23. Paul George var stigahæstur í liði Indiana með 35 stig og tók einnig 15 fráköst.
Úrslit (staðan í einvíginu):
Indiana-Cleveland 114-119 (0-3)
Milwaukee-Toronto 104-77 (2-1)
Memphis-San Antonio 105-94 (1-2)