Kolbeinn greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld en hann hefur unnið alla bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Var hann búinn að vinna síðustu fjóra bardaga með rothöggi fyrir bardagann í dag.
Kolbeinn náði andstæðingnum tvisvar í gólfið í bardaganum samkvæmt því sem hann segir á Twitter en allir dómararnir voru sammála í valinu á sigurvegara bardagans.
Þrátt fyrir það segist Kolbeinn ekki vera nægilega ánægður með frammistöðuna í kvöld en taki sigrinum fagnandi.
Öruggur Unanimous Decision sigur.
— Kolbeinn Kristinsson (@GKolbeinn) April 22, 2017
2 knockdown. Ekkert damage tekiđ.
Ekki nógu sáttur en tek þennan sigur.
9-0 ævintýriđ heldur áfram