Siglum inn í mikinn skort á geðlæknum Snærós Sindradóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Kleppur er víða. vísir/vilhelm Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aðeins fjórir læknar stunda nú sérnám hér á landi í geðlækningum en eru í venjulegu árferði ríflega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslendinga sem eru að sækja sér áframhaldandi menntun í geðlækningum. Langir biðlistar eru á einkastofum geðlækna um allt land og fleiri geðlækna vantar til starfa á Landspítalann. „Það er löng bið eftir að komast að hjá geðlæknum á stofum og búið að vera þannig í mörg ár. Á sjúkrahúsið vantar okkur einnig geðlækna þannig að mönnun heilbrigðiskerfisins varðandi lækna og hjúkrunarfræðinga er ekki góð,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans. Sérfræðinám í geðlækningum er fimm ára nám sem hægt er að klára alfarið hér á landi.Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir bráðageðdeildar Landspítalans.vísir/vilhelmHalldóra segir að einhverjir þeirra sem sækja námið erlendis komi ekki aftur heim. Alltaf séu dæmi um slíkt í hópi þeirra geðlækna sem sækja sér sérfræðimenntun út. Þó sé unnið að því nú að hafa samband við læknanema erlendis og útskrifaða geðlækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Landspítalanum eða á einkastofum. Í úttekt landlæknisembættisins á sjálfstætt starfandi geðlæknum árið 2016 kom fram að meðferð geðlækna væri lítt samhæfð annarri heilbrigðisþjónustu. Skráningarkerfi geðlækna væru ekki samhæfð öðrum sjúkraskrárkerfum þannig að aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk sæju ekki sjúkdómsgreiningar og lyfjaávísanir sjúklinga. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Þá segir að biðlistar geðlækna séu orðnir svo langir að margir séu hættir að taka við nýjum sjúklingum tímabundið, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira