Trump: Stuðningur Rússa við Assad mjög slæmur fyrir mannkynið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2017 15:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni ekki auka þáttöku sína í hernaðarátökum í Sýrlandi þrátt fyrir efnavopnaárásir Bashir al-Assad, forseta Sýrlands. Trump gagnrýnir þó stuðning Rússa við Assad harðlega. „Erum við að fara að taka meiri þátt í Sýrlandi? Nei,“ sagði Trump í viðtali við Fox Business News í dag. Þá varaði hann Vladimir Putin, forseta Rússlands, við því að með stuðningi Rússa við Assad væri Putin að styðja við bakið á „sannarlega vondum manni.“ „Ég held að það sé mjög slæmt fyrir Rússland. Ég held að það sé mjög slæmt fyrir mannkynið. Ég held að það sé mjög slæmt fyrir heimsbyggðina,“ sagði Trump um stuðning Rússa við Assad. Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússa og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Trump fyrirskipaði að gerð yrði loftárás á flugvöll stjórnarliða í Sýrlandi eftir efnavopnaárás stjórnarhersins. Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands funduðu í dag í Moskvu. Vonast Tillerson til þess að viðræður þeirra verði til þess að þýða myndist í samskiptum ríkjanna. Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Vladimír Pútín, gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda í garð Rússa, vegna stuðnings þeirra við Assad, Sýrlandsforseta. 11. apríl 2017 22:45 Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla. 12. apríl 2017 07:00 Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands. 12. apríl 2017 12:43 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni ekki auka þáttöku sína í hernaðarátökum í Sýrlandi þrátt fyrir efnavopnaárásir Bashir al-Assad, forseta Sýrlands. Trump gagnrýnir þó stuðning Rússa við Assad harðlega. „Erum við að fara að taka meiri þátt í Sýrlandi? Nei,“ sagði Trump í viðtali við Fox Business News í dag. Þá varaði hann Vladimir Putin, forseta Rússlands, við því að með stuðningi Rússa við Assad væri Putin að styðja við bakið á „sannarlega vondum manni.“ „Ég held að það sé mjög slæmt fyrir Rússland. Ég held að það sé mjög slæmt fyrir mannkynið. Ég held að það sé mjög slæmt fyrir heimsbyggðina,“ sagði Trump um stuðning Rússa við Assad. Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússa og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Trump fyrirskipaði að gerð yrði loftárás á flugvöll stjórnarliða í Sýrlandi eftir efnavopnaárás stjórnarhersins. Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands funduðu í dag í Moskvu. Vonast Tillerson til þess að viðræður þeirra verði til þess að þýða myndist í samskiptum ríkjanna.
Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Vladimír Pútín, gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda í garð Rússa, vegna stuðnings þeirra við Assad, Sýrlandsforseta. 11. apríl 2017 22:45 Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla. 12. apríl 2017 07:00 Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands. 12. apríl 2017 12:43 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Vladimír Pútín, gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda í garð Rússa, vegna stuðnings þeirra við Assad, Sýrlandsforseta. 11. apríl 2017 22:45
Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum G7 ríkin vilja ekki nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Bandaríkin vilja koma forseta Sýrlands frá völdum. Gagnárás Bandaríkjanna á Shayrat-herflugvöllinn eyðilagði fimmtung sýrlenskra herflugvéla. 12. apríl 2017 07:00
Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands. 12. apríl 2017 12:43