Kúkur á móti bragði við Hornbjargsvita Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2017 12:15 Hornbjargsviti á Hornströndum þar sem einn af betri hrekkjum síðari tíma var framkvæmdur fyrir nokkrum árum. Vísir/Gudmundur Þ. Egilsson Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina. Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina.
Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41