Golden State Warriors vann góðan sigur á New Orleans Pelicans, 123-101, í NBA-deildinni í nótt. Það sem gerði sigur Warriors merkilegan var að Kevin Durant snéri til baka eftir erfið meiðsli.
Hann meiddist á hné í febrúar og var talið að hann yrði jafnvel frá í nokkra mánuði.
Hann mætti til leiks í nótt og skoraði 16 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Miami Heat vann óvæntan sigur á Washington Wizards, 106-103 og Brooklyn Nets náði einnig í óvæntan sigur gegn Chicago Bulls 107-106.
Hér að neðan má sjá úrslit næturinnar:
Washington Wizards – Miami Heat 103-106
San Antonio Spurs – Los Angeles Clippers 87-98
Portland Trail Blazers – Utah Jazz 101-86
Golden State Warriors – New Orleans Pelicans 123-101
Brooklyn Nets – Chicago Bulls 107-106
Charlotte Hornets – Boston Celtics 114-121
Orlando Magic – Indiana Pacers 112-127
Philadelphia 76ers – Milwaukee Bucks 82-90
Kevin Durant góður í endurkomuleiknum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1


Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn



