Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, skoraði 39 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í 137-125 tapleik gegn Houston Rockets á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Þetta var 36. þrenna Westbrooks á tímabilinu en því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs eins og svo oft áður á tímabilinu. Lou Williams kom sjóðheitur inn af bekknum hjá Houston og skoraði 31 stig.
OKC er í sjötta sæti vestursins nú þremur sigrum á eftir LA Clippers sem vann sinn leik í nótt en það stefnir allt í að Houston og Oklahoma City mætist í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Golden State Warriors tók stórt skref í átt að því að fagna sigri í vestrinu í nótt þegar liðið vann Memphis Grizzlies á heimavelli, 106-94. Það er með þriggja sigra forskot á San Antonio Spurs þegar lítið er eftir af deildarkeppninni.
Klay Thompson var stigahæstur Golden State með 31 stig en hann skoraði 21 stig í seinni hálfleik. Steph Curry skoraði 21 stig og gaf ellefu stoðsendingar en Warriors-liðið er búið að vinna sjö leiki í röð.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets - Phoenix Suns 120-106
Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 92-107
LA Clippers - Sacramento Kings 97-98
Milwaukee Bucks - Chicago Bulls 94-109
Houston Rockets - OKC Thunder 137-125
Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 107-104
Boston Celtics - Miami Heat 112-108
Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 106-94
Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 90-115
LA Lakers - Portland Trail Blazers 81-9
