Framlegðin í sjávarútvegi: 600 milljarðar króna á 8 árum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. mars 2017 00:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun