Enn er margt á huldu um skattaskjólin Smári McCarthy skrifar 21. febrúar 2017 14:13 Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun