Sagðir auka hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2017 15:30 Flugmóðurskipið Liaoning á leið til hafnar eftir æfingar á Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru. Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Kínverjar hafa næstum því lokið við byggingu rúmlega tuttugu vopnastöðva á uppbyggðum eyjum í Suður-Kínahafi. Vopnastöðvarnar verða notaðar til að hýsa langdræg loftvarnarskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til næstum alls hafsins. Loftvarnirnar vekja samkvæmt Reuters fréttaveitunni spurningar um hvernig Bandaríkin munu bregðast við. Bandaríkin hafa heitið því að standa í hárinu á Kína og tryggja frjálsar siglingar um svæðið.Vísir/GraphicNewsRíkisstjórn Donald Trump hefur sagt að uppbygging Kínverja í hafinu sé ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa byggt upp minnst sjö eyjur og sker í Suður-Kínahafi og byggt á þeim flugvelli og jafnvel flotastöðvar. Brúnei, Malasía, Filippseyjar, Taívan og Víetnam gera einnig tilkall til hluta Suður-Kínahafs og hafsvæðið sem Kína hefur eignað sér nær inn á þeirra svæði. Að mestu snýr deilan um uppbyggingu eyja í Spratly-eyjaklasanum. Um þriðjungur allra skipaflutninga fer um hafið og þar má finna góð fiskimið og náttúruauðlindir. Kínverjar segjast frá fornu fari hafa farið með yfirráð á eyjum á þessu hafsvæði, en alþjóðagerðardómurinn í Haag segir ekkert til í því. Kínversk stjórnvöld hafa sagt að dómstóllinn hafi enga lögsögu í málinu og ætla að virða niðurstöðuna einskis. Niðurstaðan er bindandi en dómstóllinn hefur ekkert vald til að fylgja henni eftir. Hér má sjá útskýringarmyndband Vox um Suður-Kínahaf.Hægt er að líta á uppsetningu loftvarna sem hernaðaruppbyggingu en Bandaríkin hafa sett sig á móti slíkri uppbyggingu. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði ríkið standa gegn hernaðaruppbyggingu í Suður-Kínahafi og hvatti alla aðila til að framfylgja alþjóðalögum. Fyrir áramót bárust fregnir af nýjum loftvörnum Kínverja í Suður-Kínahafi, en þær voru einnig sagðar vera til þess að skjóta niður eldflaugar. Nýju loftvarnirnar drífa þó lengra.China placing big guns on disputed reefs, according to satellite pics seen by the Asia Maritime Transparency Intiative pic.twitter.com/oF56v0sg5Q— AFP news agency (@AFP) December 15, 2016 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reitti Kínverja til reiði í síðasta mánuði. Þá stakk hann upp á því að réttast væri að koma í veg fyrir aðgang Kínverja að umræddum eyjum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði Reuters að hann væri meðvitaður um þessar fregnir, en vildi ekki segja hvort til standi að koma loftvarnarskeytum fyrir í nýju byggingunum. Hann neitaði því einnig ekki. „Það að Kína standi í eðlilegri uppbyggingu innan eigin svæðis, þar með talið byggingu viðeigandi varnarvirkja, er réttur ríkisins samkvæmt alþjóðalögum,“ sagði Geng Shuang. Heimildarmaður Reuters úr leyniþjónustugeira Bandaríkjanna segir þó að Bandaríkjunum muni ekki stafa ógn af umræddum loftvarnarskeytum vegna þess hvar þær væru staddar og hve sýnilegar þær væru.
Brúnei Donald Trump Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira