Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 16:44 "Lengi lifi ananas-pizzan“ segir sá sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins í Bretlandi þessar pizzur. Twitter. Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk heldur betur óvæntan glaðning í dag en um var að ræða þrjár Havaí-pizzur. Líkt og heiti þeirra gefur til kynna voru þær með skinku og að sjálfsögðu ananas en þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er vafalaust meðvitaðir um að ummæli forseta Íslands um ananas á pizzur hafa ratað í stærstu fjölmiðla heimsins. Guðni Th. Jóhannesson svaraði spurningu nemanda við Menntaskólann á Akureyri á þá leið að fengi hann einhverju um það ráðið myndi hann banna ananas á pizzur. Þetta var vitanlega allt sagt í góðu gríni en hefur vakið heimsathygli í kjölfarið og margir haft gaman að. Þá sérstaklega þessi óþekkti aðdáandi Havaí-pizzunnar í London sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins þrjár slíkar og ritaði á kassann: „Long live the pineapple pizza“ eða „Lengi lifi ananas-pizzan“. Í svari frá sendiráði Íslands í Bretlandi kemur fram að starfsemi sendiráðsins hafi haldist nokkuð eðlileg þrátt fyrir pizzumálið, fyrir utan þessi óvæntu sendingu. „Augljóslega eru skiptar skoðanir um hvað eigi að setja ofan á pizzur en það verður að teljast mjög ólíklegt að starfsmenn sendiráðsins myndu panta ávöxt á pizzu,“ segir í svarinu. Guðni Th. sendi frá sér yfirlýsingu vegna stóra pizzu-málsins á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann tók fram að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna sína og að honum þætti ekki gott að hafa slík völd því forsetar eiga ekki að vera alráðir að hans mati. „Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ sagði forsetinn en hann áréttaði þetta einnig á ensku enda má ætla að honum hafi borist fjölda fyrirspurna frá fjölmiðlum ytra miðað við áhugann.Greint er einmitt frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag embætti forseta hafi borist fjöldi slíkra fyrirspurna og sagði Örnólfur Thorlacius forsetaritari að skiptar skoðanir séu á orðum forsetans en flestir viti nú að hann hafi verið að gera að gamni sínu með þessum ummælum. Many thanks to the loyal supporters of #pineappleonpizzas for this delivery today, along with a clear message! pic.twitter.com/sljYEJWRoR— Embassy of Iceland (@IcelandinUK) February 22, 2017 Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk heldur betur óvæntan glaðning í dag en um var að ræða þrjár Havaí-pizzur. Líkt og heiti þeirra gefur til kynna voru þær með skinku og að sjálfsögðu ananas en þeir sem hafa fylgst með fréttum undanfarna daga er vafalaust meðvitaðir um að ummæli forseta Íslands um ananas á pizzur hafa ratað í stærstu fjölmiðla heimsins. Guðni Th. Jóhannesson svaraði spurningu nemanda við Menntaskólann á Akureyri á þá leið að fengi hann einhverju um það ráðið myndi hann banna ananas á pizzur. Þetta var vitanlega allt sagt í góðu gríni en hefur vakið heimsathygli í kjölfarið og margir haft gaman að. Þá sérstaklega þessi óþekkti aðdáandi Havaí-pizzunnar í London sem sendi starfsfólki íslenska sendiráðsins þrjár slíkar og ritaði á kassann: „Long live the pineapple pizza“ eða „Lengi lifi ananas-pizzan“. Í svari frá sendiráði Íslands í Bretlandi kemur fram að starfsemi sendiráðsins hafi haldist nokkuð eðlileg þrátt fyrir pizzumálið, fyrir utan þessi óvæntu sendingu. „Augljóslega eru skiptar skoðanir um hvað eigi að setja ofan á pizzur en það verður að teljast mjög ólíklegt að starfsmenn sendiráðsins myndu panta ávöxt á pizzu,“ segir í svarinu. Guðni Th. sendi frá sér yfirlýsingu vegna stóra pizzu-málsins á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann tók fram að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna sína og að honum þætti ekki gott að hafa slík völd því forsetar eiga ekki að vera alráðir að hans mati. „Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ sagði forsetinn en hann áréttaði þetta einnig á ensku enda má ætla að honum hafi borist fjölda fyrirspurna frá fjölmiðlum ytra miðað við áhugann.Greint er einmitt frá því á vef Ríkisútvarpsins í dag embætti forseta hafi borist fjöldi slíkra fyrirspurna og sagði Örnólfur Thorlacius forsetaritari að skiptar skoðanir séu á orðum forsetans en flestir viti nú að hann hafi verið að gera að gamni sínu með þessum ummælum. Many thanks to the loyal supporters of #pineappleonpizzas for this delivery today, along with a clear message! pic.twitter.com/sljYEJWRoR— Embassy of Iceland (@IcelandinUK) February 22, 2017
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20