Umdeildur eigandi Knicks aðstoðaði kosningabaráttu Trump Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. febrúar 2017 11:30 Dolan þykir skrautlegur fýr. Vísir/getty James Dolan, eigandi New York Knicks, þykir skrautlegur karakter en hann hefur verið töluvert gagnrýndur undanfarið eftir að hafa vísað Charles Oakley, fyrrum leikmann liðsins, úr húsi á leik liðsins gegn Los Angeles Clippers á dögunum. Líkt og Vísir hefur fjallað um var Oakley vísað úr húsi og var hann handtekinn en myndband af því má sjá hér. Dolan fylgdi því eftir með því að greina frá því að Oakley væri bannað að koma í Madison Squere Garden, höll New York Knicks-liðsins. Nú berast fréttir þess frá Bandaríkjunum að Dolan hafi aðstoðað núverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í kosningarbaráttunni með 300.000 dollara framlagi, rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Er það algengt að eigendur liða og leikmenn í NBA-deildinni styðji forsetaefnin í kosningarbaráttunni en fáir forsetaframbjóðendur hafa mætt eins miklu mótlæti af hálfu íþróttamanna. Hafa bestu þjálfarar og leikmenn deildarinnar gagnrýnt stefnu Trump sem forseti Bandaríkjanna en LeBron James, ein stærsta stjarna deildarinnar, neitaði að gista á hóteli Trump á dögunum. Þá hafa leikmenn úr ýmsum íþróttagreinum Bandaríkjanna sagst ekki ætla að sniðganga heimsóknina í Hvíta húsið þar sem meistaraliðið fær að hitta forsetann. Dolan er þó ekki eini eigandi íþróttaliðs í Bandaríkjunum sem aðstoðaði Trump en Richard DeVos, eigandi Orlando Magic, lagði fram 70.000 dollara. Var það þó töluvert minna en Woody Johnson, eigandi New York Jets, sem lagði til 449.200 dollara og fékk að launum utanríkisráðherrastöðu í Bretlandi. Donald Trump NBA Tengdar fréttir Fyrrum leikmaður Knicks handtekinn í MSG | Myndband Charles Oakley lenti í útistöðum við öryggisverði þegar New York lék gegn LA Clippers í nótt. 9. febrúar 2017 08:30 Oakley ekki lengur velkominn í Madison Square Garden Charles Oakley, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er ekki lengur velkomin á heimavöll liðsins, Madison Square Garden. 11. febrúar 2017 12:15 Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. 16. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
James Dolan, eigandi New York Knicks, þykir skrautlegur karakter en hann hefur verið töluvert gagnrýndur undanfarið eftir að hafa vísað Charles Oakley, fyrrum leikmann liðsins, úr húsi á leik liðsins gegn Los Angeles Clippers á dögunum. Líkt og Vísir hefur fjallað um var Oakley vísað úr húsi og var hann handtekinn en myndband af því má sjá hér. Dolan fylgdi því eftir með því að greina frá því að Oakley væri bannað að koma í Madison Squere Garden, höll New York Knicks-liðsins. Nú berast fréttir þess frá Bandaríkjunum að Dolan hafi aðstoðað núverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í kosningarbaráttunni með 300.000 dollara framlagi, rúmlega 32 milljónir íslenskra króna. Er það algengt að eigendur liða og leikmenn í NBA-deildinni styðji forsetaefnin í kosningarbaráttunni en fáir forsetaframbjóðendur hafa mætt eins miklu mótlæti af hálfu íþróttamanna. Hafa bestu þjálfarar og leikmenn deildarinnar gagnrýnt stefnu Trump sem forseti Bandaríkjanna en LeBron James, ein stærsta stjarna deildarinnar, neitaði að gista á hóteli Trump á dögunum. Þá hafa leikmenn úr ýmsum íþróttagreinum Bandaríkjanna sagst ekki ætla að sniðganga heimsóknina í Hvíta húsið þar sem meistaraliðið fær að hitta forsetann. Dolan er þó ekki eini eigandi íþróttaliðs í Bandaríkjunum sem aðstoðaði Trump en Richard DeVos, eigandi Orlando Magic, lagði fram 70.000 dollara. Var það þó töluvert minna en Woody Johnson, eigandi New York Jets, sem lagði til 449.200 dollara og fékk að launum utanríkisráðherrastöðu í Bretlandi.
Donald Trump NBA Tengdar fréttir Fyrrum leikmaður Knicks handtekinn í MSG | Myndband Charles Oakley lenti í útistöðum við öryggisverði þegar New York lék gegn LA Clippers í nótt. 9. febrúar 2017 08:30 Oakley ekki lengur velkominn í Madison Square Garden Charles Oakley, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er ekki lengur velkomin á heimavöll liðsins, Madison Square Garden. 11. febrúar 2017 12:15 Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. 16. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fyrrum leikmaður Knicks handtekinn í MSG | Myndband Charles Oakley lenti í útistöðum við öryggisverði þegar New York lék gegn LA Clippers í nótt. 9. febrúar 2017 08:30
Oakley ekki lengur velkominn í Madison Square Garden Charles Oakley, fyrrverandi leikmaður New York Knicks, er ekki lengur velkomin á heimavöll liðsins, Madison Square Garden. 11. febrúar 2017 12:15
Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. 16. febrúar 2017 10:45