Ein stærsta fimleikastjarna sögunnar seldi Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 08:00 Olga Korbut með verðlaun á ÓL 1972. Vísir/Getty Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira
Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Sjá meira