Westbrook var með 29 stig, tólf fráköst og ellefu stoðsendingar en þetta er 63. þrefalda tvennan hans á ferlinum.
Þetta veit á gott fyrir viðureign Oklahoma City gegn Kevin Durant, fyrrum liðsmanni liðsins, og félögum í Golden State Warriors á laugardag.
Kyrie Irving skoraði 28 stig fyrir Cleveland, LeBron James var með átján og Kevin Love fimmtán fyrir Cleveland sem hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt.
Cleveland er sem fyrr í efsta sæti austurdeildarinnar en Oklahoma City er nú í sjöunda sæti vesturdeildarinnar.
Boston náði að saxa á forystu Cleveland á toppnum í austrinu með sigri á Portland, 120-111. Isaiah Thomas skoraði 34 stig fyrri Boston, þar af fimmtán í fjórða leikhluta.
Boston hefur unnið 34 leiki á tímabilinu og er nú tveimur sigrum á eftir Cleveland.
Houston vann Charlotte, 107-95, þar sem James Harden skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur Houston í röð sem er í þriðja sæti vesturdeildarinnar með 39 sigra. Golden State er efst með 44 sigra og San Antonio er með 40.
Staðan í deildinni.
Úrslit næturinnar:
Charlotte - Houston 95-107
Orlando - Philadelphia 111-112
Oklahoma City - Cleveland 118-109
Dallas - Utah 112-105
Portland - Boston 111-120