Hafa tapað tveimur af þremur úrslitaleikjum sínum á sjálfsmarki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 11:30 Svekktir Fjölnismenn eftir leikinn í gær. Vísir/Vilhelm Fjölnismönnum ætlar að ganga illa að landa fyrsta titli sínum í meistaraflokki karla í knattspyrnu en liðið tapaði á móti Val í gærkvöldi í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Fjölnismanna í Reykjavíkurmótinu en þriðji úrslitaleikur félagsins í bikarkeppni, deildabikar eða Reykjavíkurmóti. Fjölnismenn höfðu áður tapað tvisvar í bikarúrslitaleik en þeir leikir fóru fram 2007 og 2008. Fjölnir tapaði 2-1 á móti FH í framlengdum bikarúrslitaleik 2007 þar sem Matthías Guðmundsson skoraði bæði mörk FH-liðsins þar af það síðara á 105. mínútu leiksins. Síðustu tveimur úrslitaleikjum hefur Fjölnisliðið síðan tapað á sjálfsmarki. Fjölnir tapaði 1-0 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008. Sigurmarkið kom á 89. mínútu þegar Kristján Hauksson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir misheppnað skot frá Óskari Erni Haukssyni. Sigurmark Valsmanna í gærkvöldi kom á 44. mínútu þegar Hans Viktor Guðmundsson stýrði boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf Arnars Sveins Geirssonar frá hægri. Fjölnismenn hafa auk þess tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik neðri hluta deildabikarsins, fyrst í vítakeppni á móti Breiðabliki 2004 og svo 2-0 á móti Leikni R. ári síðar. Þetta eru þó ekki formlegir úrslitaleikir um titil enda um keppni í neðri deildum að ræða. Fjölnir hafði, fyrir úrslitaleikinn á móti Val í gærkvöld, unnið alla leiki sína í Reykjavíkurmótinu til þessa og það með markatölunni 11-0. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Fjölnismönnum ætlar að ganga illa að landa fyrsta titli sínum í meistaraflokki karla í knattspyrnu en liðið tapaði á móti Val í gærkvöldi í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Fjölnismanna í Reykjavíkurmótinu en þriðji úrslitaleikur félagsins í bikarkeppni, deildabikar eða Reykjavíkurmóti. Fjölnismenn höfðu áður tapað tvisvar í bikarúrslitaleik en þeir leikir fóru fram 2007 og 2008. Fjölnir tapaði 2-1 á móti FH í framlengdum bikarúrslitaleik 2007 þar sem Matthías Guðmundsson skoraði bæði mörk FH-liðsins þar af það síðara á 105. mínútu leiksins. Síðustu tveimur úrslitaleikjum hefur Fjölnisliðið síðan tapað á sjálfsmarki. Fjölnir tapaði 1-0 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008. Sigurmarkið kom á 89. mínútu þegar Kristján Hauksson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið mark eftir misheppnað skot frá Óskari Erni Haukssyni. Sigurmark Valsmanna í gærkvöldi kom á 44. mínútu þegar Hans Viktor Guðmundsson stýrði boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf Arnars Sveins Geirssonar frá hægri. Fjölnismenn hafa auk þess tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik neðri hluta deildabikarsins, fyrst í vítakeppni á móti Breiðabliki 2004 og svo 2-0 á móti Leikni R. ári síðar. Þetta eru þó ekki formlegir úrslitaleikir um titil enda um keppni í neðri deildum að ræða. Fjölnir hafði, fyrir úrslitaleikinn á móti Val í gærkvöld, unnið alla leiki sína í Reykjavíkurmótinu til þessa og það með markatölunni 11-0.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira