Búið er að stinga fyrrum NFL-stjörnu í steininn þar sem hann neitaði að greiða meðlag með börnunum sínum.
Sá heitir Robert Meachem og var útherji hjá bæði New Orleans Saints og San Diego Chargers. Hann vann Super Bowl með Saints árið 2009 þar sem hann skoraði eitt snertimark.
Hann var ekki duglegur að borga meðlagið og skuldaði var kominn í 45 milljón króna skuld. Þá sagði ríkið hingað og ekki lengra og stakk honum í steininn. Þar þarf hann að dúsa í mánuð.
Meachem þénaði rúma 2,2 milljarða króna á ferlinum en segir að fyrrum samstarfsmenn hans hafi rænt mestu af peningunum og hann eigi í vandræðum með að komast af í dag.
Lögfræðingur fyrrum eiginkonu hans segir aftur á móti að Meachem hafi stungið peningum undan og falið þá.
Skuldaði 45 milljónir króna í meðlagsgreiðslur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





