Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 21:49 Bandarískir sérsveitarmenn í Sýrlandi. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn. Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn.
Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15
Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56