Búast við frekari stuðningi Bandaríkjanna gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2017 21:49 Bandarískir sérsveitarmenn í Sýrlandi. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn. Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, og arabískir bandamenn þeirra, búast við áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu. Þá segjast þeir tilbúnir til að berjast gegn Tyrkjum sæki þeir að Raqqa eins og þeir hafa gefið í skyn. Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda fleiri hermenn til Sýrlands gegn ISIS. Ilham Ahmed, einn af leiðtogum Syrian Democratic Forces, SDF, sem eru regnhlífarsamtök fyrir sýrlenska Kúrda (YPG) og uppreisnarhópa Araba, var nýverið í Washington þar sem hún bað nýja ríkisstjórn Donald Trump um aðstoð. Bæði pólitíska- og hernaðarlega. Hún sagði blaðamönnum Reuters að aðstoð yrði nauðsynleg til að sigra ISIS. Hann sagði bandaríska embættismenn sem hún ræddi við hafa verið jákvæða og jafnvel velt upp möguleikanum á aukinni aðstoð. Sýrlenskir Kúrdar hafa myndað sjálfstjórnarsvæði í norðurhluta Sýrlands og hafa tekið stór svæði af Íslamska ríkinu. SDF vinnur nú að því að umkringja Raqqa, höfuðvígi ISIS, með stuðningi sérsveita Bandaríkjanna og loftárásum.Stuðningurinn veldur spennu Stuðningur Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda hafa myndað spennu á milli Bandaríkjanna og Tyrklands sem líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda í Tyrklandi, sem talin eru vera hryðjuverkasamtök. Þeir hafa staðið fyrir uppreisn Kúrda í Tyrklandi í um 30 ár. Tyrkir hafa gert innrás inn í Sýrland til stuðnings uppreisnarhópa og í vikunni var gefið út að markmið aðgerða þeirra í Tyrklandi væri að skapa öruggt svæði við landamærin með því að reka ISIS-liða og Kúrda á brott frá landamærunum. Tyrkir hafa meðal annars komið því í gegn að litið hefur verið framhjá Kúrdum í friðarviðræðum vegna Sýrlands, jafnvel þó þeir stjórni stórum hluta landsins. Ahmed segir ótækt að Tyrkjum verði hleypt nærri svæðum sem SDF hefur rekið ISIS-liða frá og byggt upp stöðugleika á.Skoða fjölgun hermanna Hernaðaryfirvöld í Pentagon í Bandaríkjunum íhuga nú möguleikan á því að fjölga hermönnum í Sýrlandi. Það er ein af mörgum hugmyndum sem verið er að skoða en engin hugmynd hefur verið kynnt fyrir Donald Trump á þessari stundu. Meðal þess sem verið er að skoða er að senda hefðbundna hermenn. Ekki bara sérsveitarmenn.
Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00 Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00 Tyrkir og Kúrdar semja um vopnahlé Bandaríkin eiga að halda utan um vopnahléið 30. ágúst 2016 14:49 Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21 Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Beina sjónum sínum að Raqqa Herir Kúrda og Araba hyggjast nú sækja að sýrlensku borginni Raqqa sem kölluð hefur verið höfuðborg hryðjuverkasamtakanna Daish, sem kenna sig við íslamskt ríki. 7. nóvember 2016 07:00
Líkir Kúrdum við Íslamska ríkið Utanríkisráðherra Tyrkja segir ekki koma til greina að Kúrdar komi að friðarviðræðum í Sýrlandi. 14. janúar 2017 19:00
Kúrdar sækjast eftir loftvarnarvopnum Yfirvöld í Rússlandi segja ákvörðun Bandaríkjanna að draga úr takmörkunum á vopnaveitingum til ýmissa hópa í Sýrlandi vera beina ógn gegn flugmönnum sínum. 27. desember 2016 20:34
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15
Auka stuðning við heimamenn gegn ISIS Kúrdar og aðrir vopnaðir hópar í Sýrlandi hafa fengið brynvarðar bifreiðir frá Bandaríkjunum. 31. janúar 2017 14:21
Bandaríkjamenn gagnrýna framgöngu Tyrkja í Sýrlandi Sérlegur erindreki Bandaríkjaforseta segir að bardagar á svæðum þar sem liðsmenn ISIS væru hvergi nærri væru mikið áhyggjuefni. 29. ágúst 2016 14:56