Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 10:09 Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfa félagsins nemur nú 16,5 krónum á hlut og hafa þau því lækkað um 58 prósent frá apríl 2016. Velta með bréf félagsins nú í morgun nemur þegar þessi frétt er skrifuð 217 milljónum króna. Fyrirtækið, sem er skráð á Aðalamarkað Kauphallar Íslands, sendi frá sér afkomuviðvörun rétt fyrir opnun markaða þar sem kom fram að EBITDA fyrirtækisins, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, lækki umtalsvert á árinu 21017 og verði á bilinu 140 til 150 milljónir Bandaríkjadala. Til samanburðar er áætluð EBITDA félagsins fyrir síðasta ár um og yfir 210 milljónir dala. Bókanir væru hægari en gert hefði verið ráð fyrir og meðalfargjöld á mörkuðum lækkað umfram spár. Þá voru einnig taldir upp áhrifaþættir eins og breytingar í alþjóðastjórnmálum, þróun gjaldmiðla á óhagstæðan máta og hækkun olíuverðs. „Þessa þróun má einkum rekja til aukinnar samkeppni en einnig má leiða líkur að því að óvissa vegna breytinga í alþjóðastjórnmálum hafi áhrif á eftirspurn. Að auki hafa gjaldmiðlar þróast á óhagstæðan máta miðað við fyrra ár, olíuverð hefur hækkað og verkfall í sjávarútvegi hefur neikvæð áhrif á frakstarfsemi félagsins. Á móti kemur að horfur í hótelstarfsemi Icelandair Group eru góðar,“ segir í tilkynningunni og þar tekið fram að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þær sveiflur sem nú eigi sér stað í rekstrarumhverfi þess. „Miðað við núverandi forsendur gerir félagið ráð fyrir að EBITDA ársins 2017 verði 140-150 milljónir Bandaríkjadala. Gert er ráð fyrir að verð á þotueldsneyti (án tillits til varna) verði 540 USD/tonn að meðaltali, gengi EUR gagnvart USD verði að meðaltali 1,07 og gengisvísitala íslensku krónunnar verði 164 að meðaltali á árinu 2017.“Uppfært kl. 11:25: Velta með bréfin nemur nú 821 milljón króna og lækkun þeirra stendur í 23,5 prósentum. Gengi bréfanna er 16,8 krónur á hlut.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56 Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00 Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Sjá meira
Aðeins ein taska innifalin í flugfargjaldi til Norður-Ameríku Ástæðan fyrir þessum breytingum er samræming farangursreglna og vilji til að einfalda ferla. Fyrirtækið hafi viljað lækka fargjöld á þessum leiðum og því verði ein taska innifalin í fluggjaldinu líkt og um Evrópuflug sé að ræða. 14. janúar 2017 18:56
Þrettán fyrirtæki kostuðu þjóðargjöf og forstjórar sátu veislu drottningar Dönsk þýðing allra Íslendingasagna ratar á bókasöfn Danmerkur. Forseti afhenti gjöfina. Útgefandi ritsafnsins segist himinlifandi yfir að unnt hafi verið að færa Dönum gjöfina. Þrettán fyrirtæki borguðu saman tuttugu milljónir króna. 27. janúar 2017 07:00
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00