Af hverju þarf Íslendingur að borga íbúðina sína 3,5 sinnum? Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Í nýlegri grein í Morgunblaðinu, gerði ég grein fyrir því, hvernig vaxtaokrið á Íslandi hrjáir og þjáir þjóðina alla. Vaxtaokrið á Íslandi kostar þjóðarbúið heila 300 milljarða á ári, í aukavöxtum, samanborið við það, sem væri, ef við tækjum upp evruna og nytum þeirra lágvaxtakjara, sem evran býður upp á.Hvað eru 300 milljarðar króna? Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!Hver er ástæða vaxtaokursins? Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn. Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.Erum þegar 80-90% aðildarríki Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum. Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum? Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.Fyrsta og helzta hagsmunamálið Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma. Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Morgunblaðinu, gerði ég grein fyrir því, hvernig vaxtaokrið á Íslandi hrjáir og þjáir þjóðina alla. Vaxtaokrið á Íslandi kostar þjóðarbúið heila 300 milljarða á ári, í aukavöxtum, samanborið við það, sem væri, ef við tækjum upp evruna og nytum þeirra lágvaxtakjara, sem evran býður upp á.Hvað eru 300 milljarðar króna? Heildarfjárlög Íslands eru 750 milljarðar króna fyrir árið 2017. 300 milljarðar í vaxtasparnaði nema því 40% af íslenzkum fjárlögum! Fyrir 300 milljarða mætti byggja 4 nýja Landspítala á ári eða 10.000 nýjar íbúðir, líka á ári! Ennfremur má í þessu samhengi nefna nokkra helztu liði fjárlaga 2017: Sjúkrahúsþjónusta 77 milljarðar, málefni aldraðra 55 milljarðar, málefni fatlaðra 47 milljarðar, háskólar 39 milljarðar, samgöngur 30 milljarðar, framhaldsskólar 29 milljarðar, landbúnaðarmál 16 milljarðar, umhverfismál 15 milljarðar. Geta menn ímyndað sér, hvílík risaskref mætti taka til aukinnar velferðar og velsældar Íslendinga, ef þjóðarbúið gæti, með upptöku evrunnar, á einhverjum tíma, komizt í 300 milljarða vaxtasparnað á ári! Var einhver að tala um, að rekstrarmál Landhelgisgæzlunnar væru að komast í óefni út af 0,3 milljörðum á ári!Hver er ástæða vaxtaokursins? Íslenzka krónan er eins og lítill fiskibátur, sem hoppar og skoppar um úthöf efnahags- og gengismála og flýtur í bezta falli, en skapar engan grundvöll fyrir traust og varanleg efnahags- og gengismál, sem eru skilyrði fyrir lágum vöxtum. Ég tók það dæmi í ofangreindri Morgunblaðsgrein, að íslenzka hagkerfið væri eins og 30 tonna fiskibátur, meðan ESB-hagkerfið samsvarar 50.000 tonna hafskipi. Í því liggur munurinn. Ef ESB-búi tekur 20 milljónir króna að láni, til 20 ára, til íbúðarkaupa, greiðir hann lánið til baka með 30 milljónum (vextir í ESB eru 1,5-2,0%). Ef Íslendingur tekur 20 milljónir að láni til 20 ára, greiðir hann til baka 70 milljónir (vextir hér eru 6-7%). Hvernig geta menn sætt sig við þetta? Við erum Evrópubúar, og við höfum fullan aðgang að evrópskum lausnum; ESB aðild, með fullum forréttindum, eða hugsanlega að evrunni, án fullrar aðildar, en það eru mörg dæmi þess, að önnur smáríki hafi gert það. Ég nefni Kosovo, Svartfjallaland, Mónakó, Andorrra, San Marino og Vatíkanið.Erum þegar 80-90% aðildarríki Hér vil ég minna á, að við Íslendingar erum nú þegar 80-90% aðilar að ESB, en það helzta, sem vantar til að ljúka þeim samningum, er frágangur samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Í báðum þessum efnum erum við með sterk spil á hendi, vegna norðlægrar legu og hefðbundinna yfirráða, stjórnunar og nýtingar okkar fiskimiða. Möltu voru veitt full yfirráð yfir sínum fiskimiðum á þessum forsendum. Frá 1950 hefur gengisfall krónunnar dunið yfir á 5-10 ára fresti; Vilja menn framhald á þessum ósköpum? Vill hér einhver nýtt hrun með þeim hörmungum og mannskemmdum, sem urðu 2008? Varla. Fyrri gengisfellingar, með þeim ósköpum, sem þeim fylgdu – tapi, skuldaraukningu, afkomuhruni, óvissu og angist – eru flestum enn í fersku minni. Það er mál til komið, að slíku linni.Fyrsta og helzta hagsmunamálið Ný ríkisstjórn verður umsvifalaust að taka á þessu stærsta og mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Það er hennar ótvíræða skylda. Hún hefur 2 kosti, sem vinda má sér í strax:1. Semja um upptöku evrunnar við Seðlabanka ESB, án fullrar ESB-aðildar, eins og 6 fyrrnefnd ríki hafa gert, en þetta ferli gæti orðið tiltölulega stutt.2. Taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í aðildarsamningunum við ESB, sem gæti, ef vel tækist til, leitt til fullrar aðildar, fullra áhrifa í ESB og fullrar og formlegrar þátttöku í myntbandalaginu á eitthvað lengri tíma. Í raun má rekja bæði málin samtímis, því að tæknilega er við tvo aðskilda aðila að ræða. Þessi skref væru bæði vankanta-, vandræða- og áhættulaus með öllu, því að þau væru án endanlegrar skuldbindingar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun