Lektor í HÍ segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra en fyrir börnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 19:00 Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sjá meira
Lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir enga ástæðu að veita öllum verðlaun í íþróttum eftir tíu ára aldur. Hann segir viðurkenningar vera meira fyrir foreldra á Facebook en sjálf börnin. Hörður Magnússon ræddi í kvöldfréttum Stöðvar tvö við Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóli Íslands, um ummæli gömlu landsliðskempunnar Sigfúsar Sigurðssonar á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigfús sagði þá að krakkar þurfi ekki að hafa fyrir hlutunum í dag og að verið væri að verðlauna alla á íþróttamótum. Viðar tekur að mörgu leyti undir gagnrýnina. „Umræðan er mjög góð um hvort að það eigi að verðlauna alla krakka eða ekki. Það er mjög mikilvægt í yngstu flokkunum, til tíu ára aldurs, að allir fái einhverskonar viðurkenningu. Eftir það sé ég engan tilganga til þess,“ segir Viðar. „Þetta missir marks ef þú færð að fá fullt af einhverjum medalíum. Það væri hægt að vinna þetta með öðrum leiðum. Verðlaunin eiga að vera hvetjandi. Það væri til dæmis að hafa einhver markmiðsblöð þar sem krakkarnir læra að setja sér langtíma og skammtíma markmið. Það væri hægt að hafa þetta í öðru formi,“ sagði Viðar. „Ég held að það sé ekki endilega leiðin að velja bestu leikmennina og svona. Það eru margir sem eru ekki valdir sem verða svekktir. Þessir sem eru bestir, þeir vita það. Þessir krakkar eru engir kjánar. Þeir finna það hjá samherjum sínum, mótherjum, þjálfurum og foreldrum og þurfa þetta ekkert sérstaklega,“ sagði Viðar.Sjá einnig:Sigfús: Krakkarnir þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum í dag „Það er meiri krafa um það frá foreldrum að velja bestu leikmennina til að þau geti „póstað“ krökkunum sínum á fésbókinni heldur fyrir krakkana sjálfa því þau vita það alveg þegar þeim gengur vel,“ sagði Viðar. Viðar segir það mikilvægt að veita stuðning en að foreldrar megi ekki gera óeðlilega miklar kröfur. „Það er mjög gott að foreldrar taki þátt í starfinu sem slíku. Það er mikilvægt að þeir veiti stuðning og séu með aðhald. Við sjáum það að starfið er að ganga mjög vel. Þetta er í ágætis farvegi og við erum að gera góða hluti,“ segir Viðar og hann er ánægður með stöðu mála í dag.Sjá einnig:Útrýma þarf aumingjavæðingunni: Hverjum er greiði gerður með því að fá verðlaun fyrir að enda í síðasta sæti? „Auðvitað eru alltaf foreldrar sem ganga of langt í þessu eins og öðru. Það er samt komin miklu meiri meðvitund um þetta núna heldur en áður. Við erum á ágætri leið en foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um það að þeirra hlutverk er að styðja, styrkja og vera til staðar en ekki láta draumana sína rætast í gegnum börnin sín,“ sagði Viðar. Það má sjá allt innslag Harðar Magnússonar úr kvöldfréttum Stöðvar tvö í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Fimleikar Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti