Körfuboltagoðsögnin Magic Johnson er kominn aftur til síns félags, LA Lakers.
Hann mun vera sérstakur ráðgjafi fyrir eiganda félagsins, Jeanie Buss. Ekki veitir af þar sem það ætlar að reynast mjög erfitt verk að gera Lakers aftur að sigursælu liði.
„Ég ræð mér ekki fyrir kæti að vera kominn aftur,“ sagði Magic en hann spilaði með Lakers allan sinn 13 ára feril í NBA-deildinni og vann á þeim tíma fimm meistaratitla.
„Ég mun gera allt sem ég get til þess að koma Lakers aftur á sinn rétta stall með bestu liðum deildarinnar.“
Magic hefur verið með puttana mikið í Lakers síðan hann hætti. Hann átti hlut í félaginu til ársins 2010 og var heiðursforseti hjá félaginu þar til í fyrra.
Magic er kominn heim
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn