Brady komst í sögubækurnar með því að vinna sinn fimmta meistaratitil á mögnuðum ferli í NFL-deildinni, alla með Patriots.
Sigurinn er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að Falcons var með 28-3 forystu þegar lítið var eftir að þriðja leikhluta. En Patriots náði að koma leiknum í framlengingu og tryggja sér þar sigur, 34-28.
Sjá einnig: NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt
Það var mikið um að vera í búningsklefa Patriots eftir leikinn og margir sem koma þar inn, þeirra á meðal fréttamenn eins og venjan er eftir leiki í deildinni.
Þegar Robert Kraft, eigandi Patriots, kemur að Brady í klefanum þá kemur í ljós að leikstjórnandinn finnur ekki treyjuna sem hann lék í.
„Einhver stal treyjunni minni,“ sagði Brady.
„Ertu að meina það? Þú verður að leita á netinu,“ svaraði Kraft.
Brady ræddi málið stuttlega við fréttamenn á leið úr búningsklefanum og sagðist reikna þá með því að treyjan yrði senn boðin til sölu á uppboðsvefnum eBay.
Hey can someone give Tom Brady his jersey back? #SB51 (via @danhanzus) pic.twitter.com/cv99qUW4XY
— NFL (@NFL) February 6, 2017