CJ McCollom skoraði sigurkörfuna fyrir Portland þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum en hann var stigahæstur sinna manna með 32 stig. McCollom skoraði sjö síðustu stig Portland í leiknum.
Liðin skiptust á að vera í forystu alls sex sinnum á lokamínútunni en Dirk Nowitzky setti niður tvær þriggja stiga körfur á lokakaflanum, þar af eina sem hefði getað tryggt Dallas sigurinn þegar 3,9 sekúndur voru eftir.
Það er mikið í húfi fyrir þessi lið enda að berjast um að komast í úrslitakeppnina í vor. Portland er sem stendur í níunda sæti vesturdeildarinnar og Dallas því ellefta.
Charlotte vann Brooklyn, 111-107, og batt þar með enda á sjö leikja taphrinu liðsins. Kemba Walker, Nicolas Batum og Marco Belinelli voru með sautján stig hver í leiknum.
Þetta var hins var tíunda tap Brooklyn í röð en Bojan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir liðið í nótt.
Houston vann Orlando, 128-104. James harden skoraði 25 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Houston en sigur liðsins var aldrei í hættu í nótt.
Úrslit næturinnar:
New Orleans - Brooklyn 111-107
Houston - Orlando 128-104
Dallas - Portland 113-114