Átökin við öryggisverðina hófust þegar Oakley hrópaði ókvæðisorð að James Dolan, eiganda Knicks, að sögn fjölmiðla í New York.
Oakley hefur lengi gagnrýnt Dolan og Knicks undanfarin ár en leikurinn var stöðvaður í skamma stund á meðan Oakley var vísað úr húsinu.
„Charles Oakley kom á leikinn í kvöld og hagaði sér afar óæskilega. Honum var vísað úr húsi og er lögreglan í New York nú að handtaka hann. Hann var frábær leikmaður Knicks og við vonum að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ sagði í stuttri yfirlýsingu sem Knicks birti í nótt.
RT @NBAenlinea: Se pudrio todo Charles Oakley ex jugador de Knicks se pelea contra pic.twitter.com/qbJpM93o7T
— El Jocantuitero (@jocantuitero) February 9, 2017