Farþegaflugið býr til nýja fiskmarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Ekkert Norðurlandanna er eins ríkt af tengingum við Bandaríkin og Ísland. vísir/vilhelm Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Markaðssvæðum fyrir sjávarfang frá Íslandi fjölgar í takt við heilsársflugleiðir frá Keflavíkurflugvelli og það er því farþegaflug til og frá landinu sem býr til nýja markaði fyrir sjávarútveginn. Þannig vinna ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn saman að því að stórauka útflutningstekjur þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Birgis Össurarsonar, sölu- og markaðsstjóra Ice Fresh Seafood, á ráðstefnu á dögunum á vegum Isavia og Kadeco um tengsl Keflavíkurflugvallar við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi. Þar fjallaði Birgir um mikilvægi flugsins fyrir útflutning á ferskum fiski, en fyrirtækið er í eigu Samherja. Á fundinum kom fram, eins og Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco, reifaði í fundarlok, að líkt og þekkt væri erlendis kæmi stór hluti af hagvexti þjóða til af þeim ólíku starfsgreinum sem nýttu sér nálægð við flugvelli. Góðar tengingar væru nauðsynlegur hluti af nútíma alþjóðaviðskiptum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Íslenska sjávarklasanum, fjallaði um hversu mikill hluti botnfiskverkunar hefur togast í átt að suðvesturhorni landsins. Bjarki sagði nú mikilvægara að vera nálægt neytandanum heldur en auðlindinni hvað sjávarútveginn varðar. Það fáist meðal annars með því að vera nálægt mikilvægustu flutningaleiðunum. „Vanmetið er hversu mikill virðisauki hefur skapast í sjávarútvegi út af Keflavíkurflugvelli og þá sérstaklega í tengslum við leiðakerfi Icelandair. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íslenskur sjávarútvegur er leiðandi í heiminum,“ sagði Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo. Mikael sagði mikinn áhuga hjá kaupendum að vita hvert kolefnissporið er af íslenskum fiski sem fluttur er með flugi á markaði erlendis. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira