NBA-meistararnir í Cleveland vildu ekki fá Carmelo Anthony Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2017 10:00 Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu. NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar „nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo. Von um að spila með meistaraliði vaknaði í stuttan tíma þegar New York Knicks var tilbúið að skipta honum til NBA-meistara Cleveland Cavaliers. Vandmálið fyrir Carmelo Anthony var hinsvegar það að forráðamenn Cleveland höfðu engan áhuga. Framtíð Carmelo Anthony í New York hefur verið mikið í umræðunni í bandarísku fjölmiðlum en lítið hefur gengið hjá honum í leiðtogahlutverki hjá liðinu. New York Knicks bauð Cleveland Cavaliers Carmelo Anthony í skiptum fyrir Kevin Love en Cavs hafði engan áhuga á slíkum skiptum. ESPN segir meðal annars frá. Carmelo Anthony er einn af þremur leikmönnum í NBA-deildinni í dag sem má ekki skipta nema með leyfi þeirra sjálfra. Hinir eru LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. New York hefði því þurft leyfi frá Melo til að skipta honum til Cleveland. LeBron James hefur gagnrýnt leikmannamál Cleveland-liðsins opinberlega og kallað eftir aðgerðum í yfirstjórn félagsins. Liðið missti bakvörðinn Matthew Dellavedova og miðherjann Timofey Mozgov úr meistaraliði sínu fyrir þetta tímabil og hefur gengið illa að fylla í vanmetin skörð þeirra. Það mun því örugglega eitthvað gerast áður en lokað verður fyrir félagskiptin í NBA-deildinni 23. Febrúar næstkomandi. Carmelo Anthony er 32 ára gamall og fjórum árum eldri en Kevin Love. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við New York og fær næstum því 54 milljónir dollara fyrir þessi tvö ár eða rúma 6,2 milljarða íslenskra króna. Hinn 28 ára gamli Kevin Love á eftir þrjú ár af samningi sínum og mun fá um 72 milljónir dollara fyrir þessi þrjú tímabil eða rúma 8,3 milljarða íslenskra króna. Carmelo Anthony spilaði síðast í úrslitakeppninni árið 2013 en hann hefur spilað samtals 66 leiki í úrslitakeppni á fjórtán árum sínum í deildinni. LeBron James kom inn í deildina á sama tíma og hefur spilaði samtals 199 leiki í úrslitakeppni. Carmelo Anthony er með 22,6 stig, 6,0 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 43,5 prósent skotnýtingu og 37,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Kevin Love er með 20,5 stig, 10,9 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann er með 42,9 prósent skotnýtingu og 37,4 prósent þriggja stiga skotnýtingu.
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira