Sky tekur þáttinn um Michael Jackson af dagskrá Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 10:20 Joseph Fiennes sem Michael Jackson í bresku gamanþáttunum Urban Myths. Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur ákveðið að taka gamanþátt um bandaríska tónlistarmanninn sáluga Michael Jackson af dagskrá eftir að dóttir hans sagðist vera sármóðguð vegna túlkunar föður sínum. Þátturinn er hluti af gamanþáttaröðinni Urban Myths en sýna átti hann á Sky Arts. Sky sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem forsvarsmenn stöðvarinnar sögðust hafa tekið þáttinn sem fjallar meðal annars um Michael Jackson af dagskrá eftir kvartanir frá dóttur hans Paris Jackson. Sky segir að það hafi aldrei verið ætlunin að móðga einhverja með þessum þætti. Þátturinn ber heitið Elizabeth, Michael and Marlon en um er að ræða 30 mínútna langan þátt sem segir frá bílferð leikonunnar Elizabeth Taylor, Michael Jackson og leikarans Marlon Brando frá New York til Los Angeles eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana 11. september árið 2001.Joseph Fiennes var fenginn til að leika Michael Jackson í þessum þáttum en í tilkynningunni kemur fram að framleiðendur þáttanna hefðu haft það að leiðarljósi við gerð þáttanna að segja hálfsannar sögur með góðlátlegum og gamansömum hætti. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sky hafi fengið fullan stuðning frá Joseph Fiennes um að taka þáttinn af dagskrá. 20 þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við áskorun þess efnis að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og var eitt helsta umkvörtunarefnið að hvítur leikari hefði verið ráðinn til að leika Jackson, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram árið 2009, þá aðeins 50 ára gamall. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin Sky hefur ákveðið að taka gamanþátt um bandaríska tónlistarmanninn sáluga Michael Jackson af dagskrá eftir að dóttir hans sagðist vera sármóðguð vegna túlkunar föður sínum. Þátturinn er hluti af gamanþáttaröðinni Urban Myths en sýna átti hann á Sky Arts. Sky sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem forsvarsmenn stöðvarinnar sögðust hafa tekið þáttinn sem fjallar meðal annars um Michael Jackson af dagskrá eftir kvartanir frá dóttur hans Paris Jackson. Sky segir að það hafi aldrei verið ætlunin að móðga einhverja með þessum þætti. Þátturinn ber heitið Elizabeth, Michael and Marlon en um er að ræða 30 mínútna langan þátt sem segir frá bílferð leikonunnar Elizabeth Taylor, Michael Jackson og leikarans Marlon Brando frá New York til Los Angeles eftir hryðjuverkaárásina á tvíburaturnana 11. september árið 2001.Joseph Fiennes var fenginn til að leika Michael Jackson í þessum þáttum en í tilkynningunni kemur fram að framleiðendur þáttanna hefðu haft það að leiðarljósi við gerð þáttanna að segja hálfsannar sögur með góðlátlegum og gamansömum hætti. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að Sky hafi fengið fullan stuðning frá Joseph Fiennes um að taka þáttinn af dagskrá. 20 þúsund manns höfðu lagt nafn sitt við áskorun þess efnis að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og var eitt helsta umkvörtunarefnið að hvítur leikari hefði verið ráðinn til að leika Jackson, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram árið 2009, þá aðeins 50 ára gamall.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49 Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Dóttur Michael Jackson varð óglatt þegar hún sá Joseph Fiennes leika föður sinn "Þetta er skammarleg túlkun.“ 12. janúar 2017 10:49