Nýliðaleikstjórnandi Dallas Cowboys, Dak Prescott, er á allra vörum eftir ótrúlegt tímabil. Drengurinn er líka afar viðkunnalegur og hefur aðeins breytt ímynd félagsins.
Hans saga og leið á toppinn hefur verið erfið og hann hefur lagt mikið á sig. Hann missti móður sína er hann var í háskóla og hefur nýtt öll sín tækifæri í lífinu vel.
Prescott er sagður vera eftirsóttasti piparsveinninn í Dallas og hann var spurður út í kvennamálin í viðtali á dögunum.
„Þið kvenmenn þurfið mikinn tíma og öll mín einbeiting er á boltanum. Það er mín fyrsta ást,“ sagði Prescott um kvennamálin.
Hans lið verður í fríi um næstu helgi er úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst en allir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport.
Dak hefur ekki tíma fyrir kærustu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn



„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
