Fúlasti 55 stiga maður NBA-sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 16:30 DeMarcus Cousins. Vísir/AP NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016 NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
NBA-leikmaðurinn DeMarcus Cousins er duglegri en flestir að koma sér í vandræði og það var engin undantekning á því í nótt þótt að kappinn hafi skorað 55 stig í sigri Sacramento King á Portland Trail Blazers. Fyrr um daginn sektaði Sacramento Kings DeMarcus Cousins, sinn eigin leikmann, um 50 þúsund dollara fyrir að hrauna yfir blaðamann Sacramento Bee en það gera tæpar sex milljónir íslenskra króna. Cousins var ekki sáttur um umfjöllun um bróður sinn og lét öllum illum látum þegar hann hitti blaðamanninn næst. Cousins var því örugglega eitthvað pirraður þegar hann mætti í leikinní nótt en ákvað að sýna það í verki af hverju margir eru að bíða eftir að karlinn þroskist og verði einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Cousins hitti úr 17 af 28 skotum sínum í leiknum og endaði með 55 stig, 13 fráköst og 3 varin skot á 40 mínútum. DeMarcus Cousins var aftur á móti rekinn út úr húsi í lokin fyrir að öskra á varamannabekk Portland Trail Blazers. Hann missti munnstykkið út úr sér og einn dómarinn hélt að hann hefði hent því í átt að bekk Portland. Cousins fékk fyrir það sína aðra tæknivillu og var sendur í sturtu. Eftir stuttan fund dómaranna ákváðu þeir hinsvegar réttilega að taka tæknivilluna til baka og leyfa DeMarcus Cousins að klára leikinn. DeMarcus Cousins pirraðist enn meira við þetta en spilaði góða vörn í lokin sem hjálpaði hans liði að vinna leikinn. Þegar hann mætti síðan pirraður og reiður í sjónvarpsviðtal efir leikinn þá hraunaði hann yfir dómara leiksins og kallaði framgöngu þeirra fáránlega. Eftir það viðtal var auðvelt að krýna hann fúlasta 55 stiga mann NBA-sögunnar.PEAK BOOGIE: DeMarcus Cousins scores 54th point, spits mouthguard, gets ejected, sprints to locker room, gets un-ejected! (full sequence) pic.twitter.com/kNQ7TRQCOs — Ben Golliver (@BenGolliver) December 21, 2016
NBA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum