Opið bréf til forseta Íslands Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Herra forseti Íslands. Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar. Núverandi stjórnarkreppa varpar ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar. Öll stjórnmál í nútíma samfélagi snúast um það hvort áhersla er lögð á félagslegar lausnir eða hvort markaður kapítalismans er látinn um að móta efnahagslífið og skiptingu samfélagslegra gæða. Undanfarna áratugi hefur markaðshyggjan stuðlað að ört vaxandi ójöfnuði á Íslandi og auknu braski á kostnað verðmætasköpunar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinda ofan af markaðsvæðingunni með auknu vægi félagslegra lausna til að koma á jafnvægi og meiri jöfnuði í samfélaginu. Alþýðufylkingin kom til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning. Aðrir flokkar hafa ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða eru beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti haldið áfram að raka saman gróða á kostnað alþýðunnar. Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra. Í samfélaginu er uppi hávær og réttmæt krafa um eflingu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt um árabil og verulegt átak þarf til að það rétti úr kútnum. Bæði þarf að koma til aukin félagsvæðing og þar með betri nýting fjármuna og einnig veruleg aukning fjárveitinga. Menntakerfið hefur verið fjársvelt lengi og stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Nauðsynlegt er að verja auknu fé til skólanna og grípa til margvíslegra úrræða til að afstýra vaxandi kennaraskorti, sem getur varað lengi að óbreyttu. Ýmsir flokkar taka undir nauðsyn þess að taka á þessum vandamálum, en Alþýðufylkingin ein hefur haldið á lofti nauðsyn þess að sækja peningana þangað sem þeir eru í raun og koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar. Án umbóta af þessu tagi verður velferðin ætíð afgangsstærð eftir að auðmenn hafa fleytt rjómann, og hrekst inn í vítahring einkavæðingar og niðurskurðar, hvað sem líður fögrum áformum. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og er æðsti trúnaðarmaður hennar. Ábyrgð hans hnígur því að hagsmunum þjóðarinnar og auknum lífsgæðum hennar. Í ljósi þess áréttum við hvatningu um að Alþýðufylkingunni verði falið að mynda utanþingsstjórn til að koma á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Herra forseti Íslands. Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar. Núverandi stjórnarkreppa varpar ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar. Öll stjórnmál í nútíma samfélagi snúast um það hvort áhersla er lögð á félagslegar lausnir eða hvort markaður kapítalismans er látinn um að móta efnahagslífið og skiptingu samfélagslegra gæða. Undanfarna áratugi hefur markaðshyggjan stuðlað að ört vaxandi ójöfnuði á Íslandi og auknu braski á kostnað verðmætasköpunar. Þess vegna er nauðsynlegt að vinda ofan af markaðsvæðingunni með auknu vægi félagslegra lausna til að koma á jafnvægi og meiri jöfnuði í samfélaginu. Alþýðufylkingin kom til nýliðinna kosninga með ítarlega stefnuskrá, Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning. Aðrir flokkar hafa ýmist sett fram óljósar og samhengislausar hugmyndir eða eru beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti haldið áfram að raka saman gróða á kostnað alþýðunnar. Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra. Í samfélaginu er uppi hávær og réttmæt krafa um eflingu heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt um árabil og verulegt átak þarf til að það rétti úr kútnum. Bæði þarf að koma til aukin félagsvæðing og þar með betri nýting fjármuna og einnig veruleg aukning fjárveitinga. Menntakerfið hefur verið fjársvelt lengi og stendur frammi fyrir alvarlegum vanda. Nauðsynlegt er að verja auknu fé til skólanna og grípa til margvíslegra úrræða til að afstýra vaxandi kennaraskorti, sem getur varað lengi að óbreyttu. Ýmsir flokkar taka undir nauðsyn þess að taka á þessum vandamálum, en Alþýðufylkingin ein hefur haldið á lofti nauðsyn þess að sækja peningana þangað sem þeir eru í raun og koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar. Án umbóta af þessu tagi verður velferðin ætíð afgangsstærð eftir að auðmenn hafa fleytt rjómann, og hrekst inn í vítahring einkavæðingar og niðurskurðar, hvað sem líður fögrum áformum. Forsetinn er kosinn af þjóðinni og er æðsti trúnaðarmaður hennar. Ábyrgð hans hnígur því að hagsmunum þjóðarinnar og auknum lífsgæðum hennar. Í ljósi þess áréttum við hvatningu um að Alþýðufylkingunni verði falið að mynda utanþingsstjórn til að koma á jafnvægi og auknum jöfnuði í íslensku samfélagi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun