Langtímaspáin nær nú til aðfangadags Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 10:28 Langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær nú til aðfangadags. Vísir/Vilhelm Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no verður heiðskírt og 10 stiga frost í Reykjavík klukkan sex á aðfangadag. Langtímaspá veðurvefsins nær níu daga fram í tímann en þess ber að geta að slíkar langtímaspár eru ekki áreiðanlegar. Þetta er því skoðað fyrir forvitnisakir en þeir sem hyggja á ferðalög yfir hátíðirnar ættu að fylgjast vel með veðurspám dagana fyrir brottför. Líkt og fyrr segir verður heiðskírt og 10 stiga frost klukkan sex á aðfangadag í Reykjavík samkvæmt þessari spá og búist við hægri breytilegri átt. Yfir daginn verður svipað veður en dagana á undan, Þorláksmessu og fimmtudaginn 22. desember verður svipað veður.Á Ísafirði verður sex stiga frost, hæg norðan átt og snjókoma klukkan sex á aðfangadag samkvæmt spá norska veðurvefsins. Veðrið verður mjög svipað yfir daginn og dagana á undan.Á Akureyri verður 11 stiga frost, hálf skýjað og hæg suðsuðvestanátt. Dagana á undan verður einnig hæg suðlæg átt og kuldi en eitthvað gæti snjóað á fimmtudeginum 22. desember.Á Egilsstöðum verður tíu stiga frost, hálfskýjað og hæg suðlæg átt klukkan sex á aðfangadag. Spáin breytist hratt fyrir Egilsstaði á norska veðurvefnum því í gær var spáð hita við frostmark og rigningu á Þorláksmessu en nú er spáð heiðskíru og 5 til 8 stiga frosti.Á Selfossi verður frost í kringum sjö gráður, heiðskírt og hæg norðan átt klukkan sex á aðfangadag. Búast má við svipuðu veðri dagana á undan ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins.Á vef Veðurstofu Íslands birtist í morgun hugleiðing veðurfræðings sem segir að það muni blása hraustlega af suðaustri í dag og rignir víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu fram eftir degi en heldur hægari vindur og úrkomulítið norðaustantil. Í fyrramálið gengur lægðarmiðja nær landinu og ber með sér hvassa suðvestanátt. Þá gæti vindur orðið byljóttur til dæmis á Norðurlandi, en einnig kólnar og því ekki ólíklegt að síðdegis á morgun verði vart við éljagang um landið vestanvert.Annars lítur langtímaspá Veðurstofu Íslands, sem nær til miðvikudagsins 21. desember, svona út:Á laugardag:Hæg suðlæg átt og þurrt framan af degi. Gengur í sunnan 5-13 síðdegis með rigningu og súld, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 3 til 9 stig undir kvöld, mildast við suðurströndina.Á sunnudag:Áframhaldandi sunnanátt, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 8-15 vestan til síðdegis með slyddu, en éljum um kvöldið. Kólnandi veður.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt og él, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.Á þriðjudag:Ákveðin suðlæg og síðar breytileg átt. Rigning eða slydda á láglendi, annars snjókoma. Úrkomumest á suðurhelmingi landsins. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Breytileg vindátt og snjókoma eða él í flestum landshlutum. Hiti um frostmark við suður- og austurströndina, annars frost 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent