Myndband og myndir frá tilfinningaríku kveðjukvöldi Tim Duncan í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 10:00 Tim Duncan endaði leikmannaferil sinn formlega í nótt þegar San Antonio Spurs heiðraði hann með því að setja treyju hans upp í rjáfur í AT&T Center höllinni í San Antonio. Það þarf ekki að koma á óvart að þetta var vel skipulögð og glæsileg viðhöfn en samt var og varð að vera Tim Duncan stíll á henni. Tim Duncan er ekki mikið fyrir að sýna sig eða leitast eftir óþarfa athygli en lét sig „hafa það“ að þakka fyrir sig í nótt. Með honum voru kærasta hans og börnin hans tvö úr fyrra sambandi. Það féllu mörg góð og falleg orð en ást og þakkalæti fyrrum liðsfélaga, þjálfara og stuðningsmanna skein frá hverju andliti. Þetta var því tilfinningarík stund þegar bæði Tim Duncan og nokkrir fyrrum liðsfélagar og þjálfarar hans héldu stuttar ræður. Tim Duncan var ekki alveg á heimavelli undir sviðsljósinu en fáir leikmenn hafa gert meira fyrir eitt félag en einmitt hann. Tim Duncan lék í nítján tímabil með San Antonio Spurs og varð NBA-meistari fimm sinnum. Liðsfélagarnir Tony Parker og Manu Ginobili töluðu fallega um Tim Duncan en leyfðu sér líka að skjóta aðeins á karlinn sem hlustaði og hló meira að segja líka með öllum hinum. Duncan er áttundi leikmaður San Antonio Spurs sem fær treyju upp í rjáfur en hinir eru James Silas, George Gervin, Johnny Moore, David Robinson, Sean Elliott, Avery Johnson og Bruce Bowen en þeir fjórir síðustu léku allir með Duncan. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni og í spilaranum hér fyrir ofan er stutt samantekt frá NBA-deildinni.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty NBA Tengdar fréttir NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða. 19. desember 2016 07:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Tim Duncan endaði leikmannaferil sinn formlega í nótt þegar San Antonio Spurs heiðraði hann með því að setja treyju hans upp í rjáfur í AT&T Center höllinni í San Antonio. Það þarf ekki að koma á óvart að þetta var vel skipulögð og glæsileg viðhöfn en samt var og varð að vera Tim Duncan stíll á henni. Tim Duncan er ekki mikið fyrir að sýna sig eða leitast eftir óþarfa athygli en lét sig „hafa það“ að þakka fyrir sig í nótt. Með honum voru kærasta hans og börnin hans tvö úr fyrra sambandi. Það féllu mörg góð og falleg orð en ást og þakkalæti fyrrum liðsfélaga, þjálfara og stuðningsmanna skein frá hverju andliti. Þetta var því tilfinningarík stund þegar bæði Tim Duncan og nokkrir fyrrum liðsfélagar og þjálfarar hans héldu stuttar ræður. Tim Duncan var ekki alveg á heimavelli undir sviðsljósinu en fáir leikmenn hafa gert meira fyrir eitt félag en einmitt hann. Tim Duncan lék í nítján tímabil með San Antonio Spurs og varð NBA-meistari fimm sinnum. Liðsfélagarnir Tony Parker og Manu Ginobili töluðu fallega um Tim Duncan en leyfðu sér líka að skjóta aðeins á karlinn sem hlustaði og hló meira að segja líka með öllum hinum. Duncan er áttundi leikmaður San Antonio Spurs sem fær treyju upp í rjáfur en hinir eru James Silas, George Gervin, Johnny Moore, David Robinson, Sean Elliott, Avery Johnson og Bruce Bowen en þeir fjórir síðustu léku allir með Duncan. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá athöfninni og í spilaranum hér fyrir ofan er stutt samantekt frá NBA-deildinni.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
NBA Tengdar fréttir NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða. 19. desember 2016 07:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
NBA: San Antonio heiðraði Timmy með treyjuathöfn og dæmigerðum sigri | Myndbönd San Antonio Spurs vann sinn fjórða leik í röð í NBA-deildinni í nótt en þennan vann liðið á sérstöku kvöldi fyrir félagið. Washington Wizards vann endurkomusigur á Los Angeles Clippers og Utah Jazz hafði betur í einvígi tveggja sterkra varnarliða. 19. desember 2016 07:30