Icelandair tilkynnti í dag Belfast sem nýjan áfangastað í leiðakerfi félagsins. Flugfélag Íslands mun annast flugið á Bombardier Q400 flugvél félagsins sem tekur 72 farþega í sæti í samstarfi við Icelandair.
Flogið verður til og frá Keflavíkurflugvelli Flogið verður til George Best City Airport en flugið tekur um þrjá tíma.
Belfast er höfuðborg Norður-Írlands og segir Simon Hamilton, efnahagsmálaráðherra Norður-Írlands, að flugið muni opna á samgönguleiðir til og frá landinu.
„Þessi nýja flugleið til Íslands mun sannarlega opna fyrir samgöngur okkar við Norður-Ameríku og er mikilvægur áfangi í þvi að auðvelda fólki um allan heim að komast til Norður-Írlands hvort sem það er í viðskiptaerindum eða til skemmtunar,“ er haft eftir Hamilton í tilkynningu frá Icelandair.
Belfast verður 44. áfangastaðurinn í leiðarkerfi Icelandair og hefst flugið þann 1. júní næstkomandi. Flogið verður allt árið, þrisvar sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.
Icelandair flýgur til Belfast
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent



Spá aukinni verðbólgu
Viðskipti innlent

Kauphallir rétta úr kútnum
Viðskipti erlent

Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri
Viðskipti innlent

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Penninn leggst í miklar breytingar
Viðskipti innlent

Evrópusambandið frestar tollahækkunum
Viðskipti erlent