Hvað býr að baki auglýsingu um að 65 dagar séu til jóla? Baldur Björnsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Tengdar fréttir Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Finnst engum sérkennilegt að jólaskraut og jólaljós skuli seld með 25-40% afslætti þær sex vikur fyrir jól sem mest eftirspurn er eftir vörunni? Hvernig í ósköpunum getur verslunin hagnast ef öll salan á þessari árstíðabundnu vöru er með dúndrandi afslætti á aðal- og í raun eina sölutímanum? Staðreyndin er sú að verslanirnar eru ekki að gefa raunverulegan afslátt. Það er full álagning á jólavörunum. Verslanirnar eru einfaldlega að blekkja neytendur. Aðferðin er þessi: rúmum tveimur mánuðum fyrir jól taka þær fram jóladótið, verðmerkja það upp í topp og birta auglýsingu með „fyrra“ verði. Í auglýsingu einnar stórverslunarinnar stóð „65 dagar til jóla“ sem undirstrikar auðvitað fáránleikann. 65 dögum fyrir jól er enginn byrjaður að kaupa jólaskrautið. En nákvæmlega sex vikum fyrir jól byrja svo afsláttarauglýsingarnar að birtast. Tilgangurinn er auðvitað að fá viðskiptavini til að kaupa á þeim forsendum að verð hafi lækkað, að þeir séu að gera kjarakaup. Raunveruleikinn er allt annar.Spilað á sex vikna tímarammann Hvers vegna sex vikum fyrir jól? Jú, sex vikur er hámark þess tíma sem bjóða má afslátt áður en afsláttarverðið telst vera venjulegt verð vörunnar og má því ekki auglýsa lengur sem afsláttarverð. Þessi löglegi blekkingarleikur er meðal annars stundaður með árstíðabundnar vörur. Viðarvörn og grillvörur eru á háu verði yfir veturinn þegar enginn er að kaupa. En um leið og pallaeigendur og grillarar landsins fara á stjá á vorin spretta upp afsláttarauglýsingar. Ein grillbúðin lét sex vikur reyndar ekki nægja, heldur auglýsti afsláttarverð á grillvörum nánast allt síðasta sumar, og bauð síðan sömu vörur á haustútsölu á sama verði og hafði verið allt afsláttartímabilið. Neytendastofa greip í taumana, en aðeins eftir ábendingu og sektaði verslunina um 500 þúsund krónur fyrir blekkingarnar. Lengst af hefur venjan verið sú að selja vöru með afslætti eða á tilboði til að losna við birgðir, eða í lok sölutíma eða til að koma sölu af stað löngu áður en sölutímabilið hefst. Afsláttur hefur hefðbundið ekki verið í boði þegar eftirspurnin er sem mest. Núna er búið að snúa þessu á hvolf til að villa um fyrir neytendum. Sjálfsagt löglegt, en pottþétt siðlaust.Fleiri blekkingaraðferðir Enginn skortur er svo sem á ólöglegum aðferðum verslana við að blekkja neytendur. Algengast er að auglýsa nýja vöru með veglegum afslætti eða á tilboði. Sama dag og varan fer í sölu er hún merkt með „fyrra“ verði og afsláttarverði. En auðvitað er ekkert til sem heitir fyrra verð á vöru sem hefur aldrei verið seld á því verði. Hver kannast ekki við auglýsingar eins og „nýjar vörur, 25% afsláttur“. Meint afsláttarverð er því í raun fullt verð dulbúið til að villa um fyrir fólki. Lítið stoðar fyrir fólk að treysta á aðhald Neytendastofu. Hún lætur þessar blekkingar að mestu óátaldar. Reyndar er Neytendastofa svo fjársvelt og vanmáttug að hún hefur sjaldnast frumkvæði að eftirliti með markaðsaðgerðum. Fyrir vikið ræður frumskógarlögmálið gagnvart neytendum og verslanir spila miskunnarlaust á trúgirni þeirra eða sofandahátt. Þjóðfélagið fór á annan endann vegna upplýsinga um blekkingar eggjaframleiðanda. Útsölublekkingarnar eru af sama meiði. Látið er skína í að neytendur séu að fá eitthvað á betri kjörum en ella, þegar svo er í raun ekki. Og því miður ganga neytendur í gildruna, aftur og aftur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að skapa öruggara rými og vinna gegn ofbeldi Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að meirihluti fatlaðra kvenna verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldið er margslungið og ekki alltaf í samræmi við hefðbundnar skilgreiningar. 3. desember 2016 07:00
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun