Sjáðu gríska fríkið sem strákarnir okkar þurfa að stöðva í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 10:30 Giannis Antetokounmpo er hrikalega spennandi spilari. vísir/getty Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira