Valgerður vann sinn fyrsta atvinnumannabardaga | Átta í röð hjá Kolbeini 20. nóvember 2016 13:45 Kolbeinn og Valgerður. Mynd/Aðsend Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu. Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir unnu bæði sína bardaga á hnefaleikakeppninni Rising Stars í Stokkhólmi í gærkvöld. Líkt og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni var þetta fyrsti bardagi Valgerðar í atvinnumannaflokki en Kolbeinn rotaði enn einn andstæðinginn fyrir áttunda sigrinum. Valgerður barðist í fyrsta bardaga dagsins gegn heimakonunni Angelique Hernandez og mátti ekki sjá á henni að hún væri að berjast í fyrsta skiptið í atvinnumannaflokki. Tókst henni að slá andstæðing sinn í jörðina strax í fyrstu lotu og stýrði hún bardaganum allan tímann. Lauk bardaganum með dómaraúrskurði þar sem allir dómararnir voru á einu máli. „Ég var búin að fara yfir þessa stund svo oft í huganum á mér að þegar ég steig í hringinn var þetta allt mjög kunnuglegt. Það var smá stress en ég nýtti mér það til hins góða og það gaf mér auka orku. Ég reyndi að boxa minn bardaga og ég fann að ég var með stjórnina. Það er frábært að vera búin að stíga þetta skref og ég bíð spennt eftir næsta bardaga,“ sagði Valgerður í fréttatilkynningu. Kolbeinn barðist í þriðja bardaga kvöldsins en Kolbeinn nýtti sér vel strax frá fyrstu mínútu að hann var töluvert stærri og með lengri arma. Kolbeinn sýndi yfirburði sína í fyrstu lotu með ítrekuðum vinstri stungum en í annarri lotu gerði skrokkhögg Kolbeins útslagið. Dómarinn dæmdi Kolbeini sigurinn samkvæmt tæknilegu rothöggi (e. TKO). Kolbeinn er því enn ósigraður eftir átta atvinnubardaga á ferlinum en hann var að vonum sáttur eftir bardagann. „Ég fann það strax að ég þurfti ekki að flýta mér eða gefa á mér tækifæri. Ég náði að lenda hverri stungunni á fætur annarri í fyrstu lotu eins og ég lagði upp með fyrir bardagann með þjálfurunum,“ sagði Kolbeinn í fréttatilkynningu.
Box Tengdar fréttir Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sjá meira
Valgerður brýtur blað í íslenskri íþróttasögu á morgun | Vinnur Kolbeinn áttunda sigurinn? Á morgun fer fram stór hnefaleikakeppni í Brandbergens Centrum í Stokkhólmi sem ber nafnið Rising Stars. Margar áhugaverðar viðureignir fara þar fram og þar á meðal tvær þar sem íslenskir keppendur koma við sögu. 18. nóvember 2016 10:45