Við höfum fengið nóg Meistaraflokkur Fram í knattspyrnu kvenna skrifar 22. nóvember 2016 15:23 Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að tímabili meistaraflokks kvenna í Fram lauk í ágúst var það orðið ljóst að þjálfarinn myndi ekki halda áfram með liðið þar sem hans samningur var útrunnin og hann tók við öðrum spennandi verkefnum. Við tók hlé á æfingartíma eins og gengur og gerist og við átti að taka leit að nýjum þjálfara. Þegar þessi grein er rituð er kominn 22. nóvember og enn er engin niðurstaða komin í málið. Kjarninn sem hefur áhuga á að halda áfram eru um 10 leikmenn og því orðnir verulega þreyttir að fá engin svör. Ítrekað hafa leikmenn óskað eftir svörum um framhaldið en lítil sem engin svör að fá. Vandamálið er þó ekki að engan þjálfara sé að finna en að vitund leikmanna hafa nú þegar tveir þjálfarar sýnt starfinu áhuga. Það er greinilegt að forgangsatriði félagsins sé á meistaraflokk karla en þar er þjálfari, aðstoðarþjálfari og hefur liðið verið að sanka að sér leikmönnum fyrir næsta tímabil ásamt því að liðið er komið á fullt í æfingum og nú þegar búið að skipuleggja æfingaleiki. Á meðan situr meistaraflokkur kvenna á hakanum og kjarninn sem vill ekki gefa upp bátinn mætir og reynir að halda hópnum saman tvo daga í viku. Áhugi stjórnarmanna virðist lítill sem enginn og hafa leikmenn það á tilfinninguni að kvennaboltinn sé ekki það sem félagið leggur áherslu á. Fyrir jafn stórt félag og Fram er hefði maður ætlað að þeir vilji vera með gott starf í meistaraflokki kvenna þar sem yngri leikmenn hafa að einhverju að stefna og líta upp til en sú er ekki raunin í dag. Eins og staðan er í dag hefur meirihluti leikmanna leitað á önnur mið og fundið sér ný félög. Árið er 2016, kjarninn af stelpum sem vilja spila saman er til staðar en áhugi félagsins er enginn. Þetta höfum við því miður fundið alltof mikið fyrir og farið versnandi eftir því sem líður á. Munurinn á umgjörð meistaraflokkanna er gríðarlegur en á meðan allir leikmenn meistaraflokks karla eru með samninga, þvott á æfingafatnaði, sjúkraþjálfara á æfingum, tvo þjálfara auk markmannsþjálfara eru aðeins nokkrar í meistaraflokki kvenna með samning, voru með einn þjálfara en eins og er engan og einn sjúkraþjálfara aðeins á leikjum yfir sumartímann. Eins og við höfum nefnt hafa leikmenn mætt sjálfar á æfingar frá því í október og stjórnað þeim, án þess að nokkur stjórnarmaður félagsins hafi sett út á það eða fengið nokkurn mann til aðstoðar á þessu „tímabundna” ástandi. Leikmönnum meistaraflokks er nóg boðið og viljum við vekja athygli á þessu. Ef fáar sem engar stelpur hefðu áhuga á að æfa væri skilningurinn meiri en það sorglega er að svo er ekki. Hver er framtíð félagsins og hver er framtíð ungra og efnilegra kvenna í félaginu. Kveðja Mfl. Kvk Fram
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar