Tilraunir eru ekki ávísun á árangur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun