Tilraunir eru ekki ávísun á árangur Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 3. október sl. kom út ítarleg skýrsla í Færeyjum, sem unnin var að skipan sjávarútvegsráðherra Færeyja, vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga. Skýrslan var unnin af níu manna nefnd, sem falið var að leggja fram tillögur að betrumbótum á færeyskri fiskveiðistjórnun. Skýrsla þessi er fyrir margra hluta sakir áhugaverð, sér í lagi vegna umræðu sem skapaðist hér á landi í aðdraganda alþingiskosninga og varðaði tilraunir Færeyinga með uppboð aflaheimilda. Áhersla á svo takmarkaðan þátt gjaldtöku í annars umsvifamiklu kerfi fiskveiðistjórnunar er varhugaverð. Fiskveiðistjórnun og gjaldtöku þarf að skoða í heildarsamhengi. Ólíkar leiðir við stjórn fiskveiða fela í sér ólíka hvata til verðmætasköpunar. Íslendingar hafa stýrt veiðum með aflamarkskerfi en Færeyingar með sóknardagakerfi. Á þessum kerfum er reginmunur. Á Íslandi er ástand þorskstofnsins gott, hrygningarstofninn er á uppleið og hefur ekki verið stærri í hálfa öld. Í Færeyjum er staðan hins vegar sú að þorskstofninn er í mikilli lægð og stærð hrygningarstofnsins hefur verið við varúðarmörk síðan árið 2005. Af þessu má leiða að skilvirk skipulagsumgjörð sjávarútvegs hér á landi, ásamt framtaki og frumkvæði íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, hefur gert íslenskan sjávarútveg bæði sjálfbæran og arðbæran. Því miður hefur Færeyingum ekki tekist jafn vel upp. Í færeysku skýrslunni er lagt til að horfið sé frá sóknardagakerfi og þess í stað innleitt aflamarkskerfi. Er íslenska kerfið þar sérstaklega nefnt sem góð fyrirmynd. Þegar Færeyingar hafa komið sér upp skilvirkri skipulagsumgjörð er gjaldtaka fyrst orðin raunhæf. Þannig skal á það bent að engin gjaldtaka hefur verið í Færeyjum vegna veiða úr fiskistofnum á heimamiðum. Stafar þetta af þeim vandkvæðum sem áður voru nefnd. Tilraunir þær sem Færeyingar framkvæmdu í sumar á uppboði aflaheimilda verða sökum þessa að skoðast sem slíkar. Þær eru hluti af heildarendurskoðun kerfis sem hefur gengið sér til húðar. Það kann að vera eðlilegt í því samhengi að gera tilraunir með ólík form gjaldtöku, þ. á m. uppboð. Við Íslendingar eigum að fylgjast með framvindu þessara mála þar í landi. Ekkert kerfi er fullkomið og við eigum ávallt að leita leiða til að gera hið íslenska enn betra. Það tók hins vegar tíma að byggja upp skilvirkt kerfi og sú vegferð var ekki sársaukalaus. Okkur ber því að sýna ábyrgð og ígrunda vel þær leiðir sem kunna að verða farnar annars staðar í heiminum. Sjávarútvegur er einn grundvallaratvinnuvegur þjóðarinnar, fiskistofnar eru viðkvæmir og reynsla annarra þjóða hefur sýnt okkur að skilvirkt og sjálfbært kerfi er síður en svo auðsótt. Það væri því misráðið að stökkva á nýlega framkvæmdar uppboðstilraunir Færeyinga, þegar enn liggur ekkert fyrir um afrakstur eða afleiðingar þeirra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun