Pálmar ætlar að breyta hugarfari heillar kynslóðar: Kennir strákunum sínum að skjóta eins og stelpur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2016 14:15 Pálmar Ragnarsson að tala við strákana sína. Mynd/Samsett Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Pálmar Ragnarsson þjálfar yngri flokka KR í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugafari krakkanna og það nýjast var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum. Pálmi hefur vakið mikla lukku og athygli fyrir nýstárlega leiðir við að undirbúa strákana sína bæði fyrir körfuboltann sem og lífið sjálft. „Getum við með lítilli fyrirhöfn breytt hugarfari heillar kynslóðar? Alið upp heilu árgangana sem líta jöfnum augum á íþróttir kvenna og karla? Þetta byrjar allt hjá okkur þjálfurum og fullorðna fólkinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft," segir Pálmar í færslu þar sem hann vill að sem flestir sjái. Um helgina ákvað Pálmar nefnilega að mæta með alla strákana sína á körfuboltaleik hjá meistaraflokki kvenna hjá KR. Áður en hann mætti á leikinn talaði hann við strákana sína og spurði þá meðal annars af hverju stelpur væru svona góðar í körfubolta. Það stóð ekki á svari hjá strákunum sem mættu síðan á leikinn og hjálpuðu KR-stelpunum að vinna topplið Breiðabliks með góðum stuðningi á pöllunum. Perla Jóhannsdóttir, einn leikmanna kvennaliðs KR, mætti á æfingu hjá strákunum og fór yfir nokkur atriði með þeim. Hún sýndi þeim líka hvernig á að spila í stórleikjum því hún endaði með 20 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta í leiknum sem strákarnir mættu á. Pálmar tók upp daginn og setti myndband inn á fésbókina. „Tími þess að fólk tali um íþróttir kvenna eins og þær skipti minna máli er að ljúka. Allir sem fylgjast vel með vita að duglegustu og efnilegustu stelpurnar leggja nákvæmlega jafn mikið á sig og efnilegustu strákarnir,“ skrifar Pálmar við færslu sína. „Ég gerði þetta myndband til að athuga hvaða áhrif það hefur á unga drengi ef maður talar um efnilegar stelpur sem fyrirmyndir sem hægt er að læra margt af," segir Pálmar en það má sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira