NBA-liðin náðu ekki sambandi við Pétur sem var að spila heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 12:00 Pétur Guðmundsson. Vísir/Hari Íslenski NBA-leikmaðurinn Pétur Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá „The Handle Podcast“ þar sem var farið vel yfir magnaðan feril hans. Pétur varð á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur og alinn upp í Evrópu, til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Pétur var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981 en íslenski miðherjinn spilaði einnig með Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar hjá Los Angeles Lakers 1985-86 og svo hjá liði San Antonio Spurs 1987-89. Pétur lék alls 150 leiki í deildarkeppni NBA og 14 leiki í úrslitakeppninni. Hann var með 4,6 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjum sínum. Pétur segir margar skemmtilegar sögu frá ferlinum í viðtalinu þar á meðal þegar Portland Trail Blazers setti hann í bann haustið 1982 og hann missti í framhaldinu sambandið við umboðsmanninn sinn. Veturinn 1982-83 spilaði hann með ÍR á Íslandi en vissi ekkert af því að hinum megin við Atlantshafið voru fullt af NBA-liðum að reyna að komast í samband til að bjóða honum samning. Pétur frétti ekki af því fyrr en eftir tímabilið. Pétur segir einnig frá því þegar Detroit Pistons lét hann fara fyrir 1983-84 tímabilið og hvernig hann komst aftur inn í NBA-deildina eftir að hafa spilað með í Kansas City Sizzlers í CBA-deildinni. Vera Péturs þar skilaði honum samningi hjá Los Angeles Lakers vorið 1986 þar sem hann var varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétur var með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leik og hann skoraði 15 stig og 6 fráköst í lokaleik deildarkeppninnar. Pétur var einnig með 10 stig í fyrsta leik Lakers í úrslitakeppninni 1986 og skoraði 25 í fyrstu þremur leikjunum. Pétur segir einnig frá meiðslum sínum við lok ferilsins og hvað hefur tekið við eftir að körfuboltaferli hans lauk. Það er hægt að hlusta á þetta skemmtilega viðtal með því að smella hér. NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Íslenski NBA-leikmaðurinn Pétur Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá „The Handle Podcast“ þar sem var farið vel yfir magnaðan feril hans. Pétur varð á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur og alinn upp í Evrópu, til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Pétur var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981 en íslenski miðherjinn spilaði einnig með Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar hjá Los Angeles Lakers 1985-86 og svo hjá liði San Antonio Spurs 1987-89. Pétur lék alls 150 leiki í deildarkeppni NBA og 14 leiki í úrslitakeppninni. Hann var með 4,6 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjum sínum. Pétur segir margar skemmtilegar sögu frá ferlinum í viðtalinu þar á meðal þegar Portland Trail Blazers setti hann í bann haustið 1982 og hann missti í framhaldinu sambandið við umboðsmanninn sinn. Veturinn 1982-83 spilaði hann með ÍR á Íslandi en vissi ekkert af því að hinum megin við Atlantshafið voru fullt af NBA-liðum að reyna að komast í samband til að bjóða honum samning. Pétur frétti ekki af því fyrr en eftir tímabilið. Pétur segir einnig frá því þegar Detroit Pistons lét hann fara fyrir 1983-84 tímabilið og hvernig hann komst aftur inn í NBA-deildina eftir að hafa spilað með í Kansas City Sizzlers í CBA-deildinni. Vera Péturs þar skilaði honum samningi hjá Los Angeles Lakers vorið 1986 þar sem hann var varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétur var með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leik og hann skoraði 15 stig og 6 fráköst í lokaleik deildarkeppninnar. Pétur var einnig með 10 stig í fyrsta leik Lakers í úrslitakeppninni 1986 og skoraði 25 í fyrstu þremur leikjunum. Pétur segir einnig frá meiðslum sínum við lok ferilsins og hvað hefur tekið við eftir að körfuboltaferli hans lauk. Það er hægt að hlusta á þetta skemmtilega viðtal með því að smella hér.
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira