Nóvemberspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú ert með mjög smitandi orku 4. nóvember 2016 09:00 Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstaklega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú ert búinn að sleppa taki á einhverju sem hefur verið að hindra þig og auðvitað getur það verið erfitt, en eftir þá erfiðleika sérðu bara sólina. Það skiptir þig miklu máli hvernig þú lítur út og þú getur verið of gagnrýninn á sjálfan þig og þar af leiðandi dregið þig niður á eitthvert plan sem þú átt alls ekki að vera á. Þú ert með mjög smitandi orku og hefur áhrif á alla sem eru í kringum þig og þegar það er eitthvert álag á taugakerfinu, þá er eins og allt fari í mínus hjá fólkinu sem umgengst þig. Þú hefur þá tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þér finnst eins og þú þurfir á ástinni að halda og þess vegna hefurðu lent í þó nokkrum tilfinningaflækjum ef þú ert á lausu. Þú þarft að muna að ástin er auðveld – ef það er ást, þá smellur hún og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er mikil vitleysa í kringum ástina hjá þér, þá ertu ekki á réttri leið. Ástin á að hjálpa þér að gera þig sterkari en ekki hindra þig, þá missirðu taktinn. Það munu ekki allir verða ánægðir með þær ákvarðanir sem þú tekur næstu tvo mánuði en þú getur ekki látið öllum líka vel við þig. Þú þarft að magna þinn dásamlega karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð útí óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstaklega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú ert búinn að sleppa taki á einhverju sem hefur verið að hindra þig og auðvitað getur það verið erfitt, en eftir þá erfiðleika sérðu bara sólina. Það skiptir þig miklu máli hvernig þú lítur út og þú getur verið of gagnrýninn á sjálfan þig og þar af leiðandi dregið þig niður á eitthvert plan sem þú átt alls ekki að vera á. Þú ert með mjög smitandi orku og hefur áhrif á alla sem eru í kringum þig og þegar það er eitthvert álag á taugakerfinu, þá er eins og allt fari í mínus hjá fólkinu sem umgengst þig. Þú hefur þá tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þér finnst eins og þú þurfir á ástinni að halda og þess vegna hefurðu lent í þó nokkrum tilfinningaflækjum ef þú ert á lausu. Þú þarft að muna að ástin er auðveld – ef það er ást, þá smellur hún og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er mikil vitleysa í kringum ástina hjá þér, þá ertu ekki á réttri leið. Ástin á að hjálpa þér að gera þig sterkari en ekki hindra þig, þá missirðu taktinn. Það munu ekki allir verða ánægðir með þær ákvarðanir sem þú tekur næstu tvo mánuði en þú getur ekki látið öllum líka vel við þig. Þú þarft að magna þinn dásamlega karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð útí óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.
Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira