25 ár síðan Magic Johnson sjokkeraði heiminn | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 20:15 Earvin "Magic“ Johnson er 57 ára gamall og enn í fullu fjöri, Vísir/Getty 7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
7. nóvember 1991, eða fyrir nákvæmlega 25 árum síðan, varpaði NBA-körfuboltamaðurinn Magic Johnson sprengju inn í íþróttalíf Bandaríkjanna og alls heimsins. Earvin „Magic“ Johnson boðaði þá óvænt til blaðamannafundar og tilkynnti heiminum að hann væri HIV smitaður. Á þessum tíma var eyðnismit sannkallaður dauðadómur en engin þekkt lækning er til við HIV smiti. Með meðferð er nú hægt að hægja á gangi sjúkdómsins og jafnvel halda honum niðri sem hefur sést í tilfelli Magic Johnson. Magic Johnson var á þessum tíma stærsta stjarna NBA-deildarinnar ásamt Michael Jordan og Larry Bird og enn „bara“ 32 ára gamall. Hann tilkynnti um leið að hann væri búinn að setja körfuboltaskóna upp á hillu. Johnson spilaði aftur, þar á meðal á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið eftir en NBA-ferill hans sem slíkur var í raun á endan. „Fram að þessum degi var það erfiðasta sem ég gerði að mæta mönnum eins og Michael Jordan eða Larry Bird. Þennan dag hófst baráttan fyrir lífi mínu. Guð gaf mér styrk til að koma fram og segja heiminum frá því að ég væri HIV smitaður,"skrifaði Magic Johnson inn á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Magic Johnson var þarna búinn að vinna fimm NBA-meistaratitla frá 1980 og smitandi brosið og skemmtileg framkoma sá til þess að nær allur heimurinn vissi hver hann var. „Í dag er hátíð lífsins. Ég held upp á það sem ég hef gengið í gengum eftir að hafa fyrir 25 árum fengið það sem flestir litu á sem dauðadóm,“ skrifaði Magic Johnson. NBA minntist þessa dags með því að taka saman myndband frá þessum örlagaríka degi fyrir 25 árum síðan. Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira