Skattatillaga Framsóknar - kanína upp úr hatti Finnur Birgisson skrifar 24. október 2016 10:24 Efst á blaði í kosningastefnuskrá Framsóknar og helsta útspil nýs formanns hennar í aðdraganda Alþingiskosninganna er tillaga um „eflingu miðstéttarinnar,“ með umbyltingu á skattkerfinu í samræmi við tillögur frá „Sjálfstæðri verkefnisstjórn“ innan „Samráðsvettvangs um aukna hagsæld“ (sic). Þær fela í orði kveðnu í sér að einungis verði tvö skattþrep, 25% og 43%, og ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út. Fullyrt er að þetta kerfi muni geta skilað sömu tekjum í ríkissjóð og það sem nú er og að með því sé verið að færa byrðarnar á „breiðu bökin“ en létta á hinum. Nánar tiltekið ganga þessar tillögur verkefnisstjórnarinnar og Framsóknar út á að neðra þrepið nái upp að 650 þús. kr. mánaðartekjum þar sem það efra tekur við. Persónuafsláttur yrði að nafninu til hærri en nú er, en hann yrði tekjutengdur á ákaflega flókinn hátt, þ.e. að hann byrji í núlli við 0-tekjur, þaðan og upp að tæpum 81 þús. kr. verði hann jafnhár tekjunum, þ.e. hækki með hækkandi tekjum, en fari síðan lækkandi um 29% af tekjum þar umfram þar til hann hyrfi við 358 þús. kr. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta myndi koma út í samanburði við núgildandi staðgreiðslukerfi. Neðri línurnar sýna upphæð skatts (eða endurgreiðslu), sú bláa í núverandi kerfi en sú rauða skv. kerfi Framsóknar. Efri línurnar sýna ráðstöfunartekjur eftir skatt í hvoru tilviki fyrir sig. Af myndinni má m.a. sjá eftirfarandi: Í Framsóknarkerfinu myndu allir með tekjur upp að 190 þús. fá útgreiddan ónýttan persónuafslátt, en þó með þeim undarlega hætti að þeir sem hefðu allra lægstu tekjurnar fengju minnst. Mesta endurgreiðslu eða rúm 60 þúsund fengju þeir sem hefðu 81 þús. í tekjur, en síðan myndi endurgreiðslan lækka aftur til núlls við 190 þús. kr. tekjur. Að brattinn í skattheimtunni eða jaðarskatturinn neðantil í tekjuskalanum og upp að 358 þús. er ekki 25% eins og lögð er áhersla á í lýsingu Framsóknar á tillögunum, heldur 54% - vegna þess að þar fer saman skatthlutfallið 25% og skerðingin á persónuafslættinum um 29%. Jaðarskatturinn yrði 25% einungis á tekjubilinu 358 - 650 þús. Þrátt fyrir það yrði skatturinn á 300 - 400 þús. kr. tekjur lítillega hærri í kerfi Framsóknar en í því núgildandi, en alstaðar þar ofan við yrði skatturinn lægri. Af þessu og myndinni má ljóst vera að í raun er þarna ekki um að ræða tvö skattþrep, heldur fjögur, með skattprósenturnar -75%, 54%, 25% og 43%. Með þessu væru ekki lagðar meiri byrðar á breiðu bökin heldur væri verið að létta þær. Skattbyrðin á meðaltekjur myndi lítið breytast, sem á þó að vera aðalmarkmiðið. Jafnframt blasir það við það er fráleitt að þetta kerfi geti skilað sömu tekjum til ríkisins og núverandi kerfi. Við 300-400 þús. kr. tekjur myndi það skila lítillega meiri eða svipuðum skatti, en alstaðar þar fyrir ofan og neðan yrðu skatttekjurnar miklu minni, fyrir utan svo kostnað við að greiða út ónýttan persónuafslátt. Ekki þarf annað en að líta á myndina til að sjá þetta í hendi sér. Þetta skattkerfi myndi því eiginlega ekki gera neitt af því sem Framsókn þykist ætla sér og er þar fyrir utan svo undarlega smíðað að það hlýtur að vera einsdæmi. Svo virðist sem höfundar tillagnanna hafi ekki áttað sig á því (og þá ekki heldur formaður Framsóknar) að tekjutenging persónuafsláttarins hækkar jaðarskattinn, leggst ofan á skattprósentuna. Þá er útfærslan á útgreiðanlega persónuafslættinum svo furðuleg að hún hlýtur ásamt öðru að vekja spurningar um kunnáttu höfundanna á þessu sviði. Í kynningum formanns Framsóknarflokksins hefur hann reyndar alltaf passað sig á að taka skýrt fram að tillögurnar séu komnar frá „okkar færustu sérfræðingum í skattamálum“ og það hafa t.d. fréttamenn og spyrlar í kosningaþáttum etið upp eftir honum umhugsunarlaust og ótuggið. Indriða H Þorlákssyni fv. ríkisskattstjóra finnst hinsvegar ekki sérlega mikið til um sérfræðiþekk-inguna, en hann segir í grein á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnarinnar að í hópnum sé að vísu „einn sem fjallað hefur fræðilega um skatta og annar með langa reynslu í starfi hjá skattyfir-völdum en sérfræði annarra í hópnum og starfsmanna hans (sé) fremur fengin við að þjóna sérhagsmunum en að stuðla að sanngjörnu og réttlátu skattkerfi.“ Í greininni gerir Indriði ótal athugasemdir við efnistök og framsetningu skýrslunnar en lýkur henni með þessum orðum: „Gallar skýrslunnar að efni og framsetningu munu þó ekki koma í veg fyrir að pólitískir lukkuriddarar finni þar efni í snöggsoðna stefnumótun.“ Og sú hefur líka orðið raunin. Skýrsla Verkefnisstjórnar: https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf Grein Indriða: https://indridih.com/skattar-almennt/uttekt-a-islensku-skattkerfi-tillogur-verkefnisstjornar-um-skatta/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Efst á blaði í kosningastefnuskrá Framsóknar og helsta útspil nýs formanns hennar í aðdraganda Alþingiskosninganna er tillaga um „eflingu miðstéttarinnar,“ með umbyltingu á skattkerfinu í samræmi við tillögur frá „Sjálfstæðri verkefnisstjórn“ innan „Samráðsvettvangs um aukna hagsæld“ (sic). Þær fela í orði kveðnu í sér að einungis verði tvö skattþrep, 25% og 43%, og ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út. Fullyrt er að þetta kerfi muni geta skilað sömu tekjum í ríkissjóð og það sem nú er og að með því sé verið að færa byrðarnar á „breiðu bökin“ en létta á hinum. Nánar tiltekið ganga þessar tillögur verkefnisstjórnarinnar og Framsóknar út á að neðra þrepið nái upp að 650 þús. kr. mánaðartekjum þar sem það efra tekur við. Persónuafsláttur yrði að nafninu til hærri en nú er, en hann yrði tekjutengdur á ákaflega flókinn hátt, þ.e. að hann byrji í núlli við 0-tekjur, þaðan og upp að tæpum 81 þús. kr. verði hann jafnhár tekjunum, þ.e. hækki með hækkandi tekjum, en fari síðan lækkandi um 29% af tekjum þar umfram þar til hann hyrfi við 358 þús. kr. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig þetta myndi koma út í samanburði við núgildandi staðgreiðslukerfi. Neðri línurnar sýna upphæð skatts (eða endurgreiðslu), sú bláa í núverandi kerfi en sú rauða skv. kerfi Framsóknar. Efri línurnar sýna ráðstöfunartekjur eftir skatt í hvoru tilviki fyrir sig. Af myndinni má m.a. sjá eftirfarandi: Í Framsóknarkerfinu myndu allir með tekjur upp að 190 þús. fá útgreiddan ónýttan persónuafslátt, en þó með þeim undarlega hætti að þeir sem hefðu allra lægstu tekjurnar fengju minnst. Mesta endurgreiðslu eða rúm 60 þúsund fengju þeir sem hefðu 81 þús. í tekjur, en síðan myndi endurgreiðslan lækka aftur til núlls við 190 þús. kr. tekjur. Að brattinn í skattheimtunni eða jaðarskatturinn neðantil í tekjuskalanum og upp að 358 þús. er ekki 25% eins og lögð er áhersla á í lýsingu Framsóknar á tillögunum, heldur 54% - vegna þess að þar fer saman skatthlutfallið 25% og skerðingin á persónuafslættinum um 29%. Jaðarskatturinn yrði 25% einungis á tekjubilinu 358 - 650 þús. Þrátt fyrir það yrði skatturinn á 300 - 400 þús. kr. tekjur lítillega hærri í kerfi Framsóknar en í því núgildandi, en alstaðar þar ofan við yrði skatturinn lægri. Af þessu og myndinni má ljóst vera að í raun er þarna ekki um að ræða tvö skattþrep, heldur fjögur, með skattprósenturnar -75%, 54%, 25% og 43%. Með þessu væru ekki lagðar meiri byrðar á breiðu bökin heldur væri verið að létta þær. Skattbyrðin á meðaltekjur myndi lítið breytast, sem á þó að vera aðalmarkmiðið. Jafnframt blasir það við það er fráleitt að þetta kerfi geti skilað sömu tekjum til ríkisins og núverandi kerfi. Við 300-400 þús. kr. tekjur myndi það skila lítillega meiri eða svipuðum skatti, en alstaðar þar fyrir ofan og neðan yrðu skatttekjurnar miklu minni, fyrir utan svo kostnað við að greiða út ónýttan persónuafslátt. Ekki þarf annað en að líta á myndina til að sjá þetta í hendi sér. Þetta skattkerfi myndi því eiginlega ekki gera neitt af því sem Framsókn þykist ætla sér og er þar fyrir utan svo undarlega smíðað að það hlýtur að vera einsdæmi. Svo virðist sem höfundar tillagnanna hafi ekki áttað sig á því (og þá ekki heldur formaður Framsóknar) að tekjutenging persónuafsláttarins hækkar jaðarskattinn, leggst ofan á skattprósentuna. Þá er útfærslan á útgreiðanlega persónuafslættinum svo furðuleg að hún hlýtur ásamt öðru að vekja spurningar um kunnáttu höfundanna á þessu sviði. Í kynningum formanns Framsóknarflokksins hefur hann reyndar alltaf passað sig á að taka skýrt fram að tillögurnar séu komnar frá „okkar færustu sérfræðingum í skattamálum“ og það hafa t.d. fréttamenn og spyrlar í kosningaþáttum etið upp eftir honum umhugsunarlaust og ótuggið. Indriða H Þorlákssyni fv. ríkisskattstjóra finnst hinsvegar ekki sérlega mikið til um sérfræðiþekk-inguna, en hann segir í grein á heimasíðu sinni um skýrslu verkefnisstjórnarinnar að í hópnum sé að vísu „einn sem fjallað hefur fræðilega um skatta og annar með langa reynslu í starfi hjá skattyfir-völdum en sérfræði annarra í hópnum og starfsmanna hans (sé) fremur fengin við að þjóna sérhagsmunum en að stuðla að sanngjörnu og réttlátu skattkerfi.“ Í greininni gerir Indriði ótal athugasemdir við efnistök og framsetningu skýrslunnar en lýkur henni með þessum orðum: „Gallar skýrslunnar að efni og framsetningu munu þó ekki koma í veg fyrir að pólitískir lukkuriddarar finni þar efni í snöggsoðna stefnumótun.“ Og sú hefur líka orðið raunin. Skýrsla Verkefnisstjórnar: https://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/uttekt-a-skattkefinu.pdf Grein Indriða: https://indridih.com/skattar-almennt/uttekt-a-islensku-skattkerfi-tillogur-verkefnisstjornar-um-skatta/
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun