Þarf að bíða 100 ár eftir launajafnrétti? Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 24. október 2016 12:00 Kvennafrídagurinn er í dag mánudaginn 24. október og eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 og fylkja liði á samstöðufundi sem haldnir eru um allt land. Í þessu sambandi er gott að minnast þess að íslenskar konur vöktu athygli um allan heim 24. október árið 1975 þegar þær lögðu niður vinnu. Segja má að þessi samstöðufundur sem þá var haldinn hafi markað djúp spor í söguna enda setti hann samfélagið nánast á hliðina og muna flestir sem þá voru fæddir hvar þeir voru þennan dag. Á þessum tíma var kallað eftir launajafnrétti og núna er það því miður ennþá sama krafan. Því það hefur gengið hægt að bregðast við launamismun kynjanna. Hófst það árið 1961 þegar samþykkt voru lög um launajöfnuð kvenna og karla sem átti að ná að fullu 1967. Síðan með setningu jafnréttislaga 1976 var kveðið á um sömu laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er töluvert launamisrétti enn staðreynd. Það sem þó hefur breyst er, að í dag verða kynnt fyrstu fyrirtækin og stofnanirnar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti með innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Þetta verkfæri er stórt skref í þá átt að eyða kynbundnum launamun með raunverulegum aðgerðum. Jafnlaunastaðalinn hefur það að markmiði að auka gagnsæi og mun vonandi breyta landslaginu á vinnumarkaði til framtíðar. og segja má að nú loksins sé komið fram alvöru tæki sem byggir, m.a. á opinberri staðlavottun. Þessu ber að fagna en á sama tíma þarf að hafa það hugfast að áfram þarf að velta við hverjum steini til þess að jafna kjör kynjanna. Áfram eru þættir sem hafa áhrif, sömu þættir og höfðu áhrif fyrir 41 ári síðan og er kynskiptur vinnumarkaður enn talinn einn af aðal orsakaþáttum launamunar kynjanna. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Landssambandi Framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn er í dag mánudaginn 24. október og eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 og fylkja liði á samstöðufundi sem haldnir eru um allt land. Í þessu sambandi er gott að minnast þess að íslenskar konur vöktu athygli um allan heim 24. október árið 1975 þegar þær lögðu niður vinnu. Segja má að þessi samstöðufundur sem þá var haldinn hafi markað djúp spor í söguna enda setti hann samfélagið nánast á hliðina og muna flestir sem þá voru fæddir hvar þeir voru þennan dag. Á þessum tíma var kallað eftir launajafnrétti og núna er það því miður ennþá sama krafan. Því það hefur gengið hægt að bregðast við launamismun kynjanna. Hófst það árið 1961 þegar samþykkt voru lög um launajöfnuð kvenna og karla sem átti að ná að fullu 1967. Síðan með setningu jafnréttislaga 1976 var kveðið á um sömu laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er töluvert launamisrétti enn staðreynd. Það sem þó hefur breyst er, að í dag verða kynnt fyrstu fyrirtækin og stofnanirnar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti með innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Þetta verkfæri er stórt skref í þá átt að eyða kynbundnum launamun með raunverulegum aðgerðum. Jafnlaunastaðalinn hefur það að markmiði að auka gagnsæi og mun vonandi breyta landslaginu á vinnumarkaði til framtíðar. og segja má að nú loksins sé komið fram alvöru tæki sem byggir, m.a. á opinberri staðlavottun. Þessu ber að fagna en á sama tíma þarf að hafa það hugfast að áfram þarf að velta við hverjum steini til þess að jafna kjör kynjanna. Áfram eru þættir sem hafa áhrif, sömu þættir og höfðu áhrif fyrir 41 ári síðan og er kynskiptur vinnumarkaður enn talinn einn af aðal orsakaþáttum launamunar kynjanna. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Landssambandi Framsóknarkvenna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar