Eigum öll jörðina saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:45 "Það er heilmikill boðskapur í bókinni án þess að ég sé að lesa yfir hausamótunum á fólki,“ segir Lára. Vísir/GVA Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016. Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016.
Lífið Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira