Stærsta kosningaloforðið svikið! Björgvin Guðmundsson skrifar 27. október 2016 07:00 Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú, báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og í rauninni átti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013 sbr. loforð Sjálfstæðisflokksins. Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi milljarða kr. Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórnarflokkana út á þetta loforð. Þeir geta verið margir. Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013. Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög stórt kosningaloforð til aldraðra. Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim, sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr. og meira á mánuði úr lífeyrissjóði. Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt. Ný lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi, veita hvergi nærri nægar kjarabætur. Aldraðir í hjónabandi, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt, að það er til skammar. Einhleypir eldri borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt. En ríkisstjórnin taldi þetta gífurlega mikla hækkun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki efnt stærsta kosningaloforðið, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013 nú þegar komið er að kosningum 2016. Hvað var stærsta kosningaloforðið? Jú, báðir stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans. Til þess að standa við þetta loforð þarf að hækka lífeyrinn um 23% eða um 56.580 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er athyglisvert, að þessi hækkun, efndir á þessu loforði, er nákvæmlega sú hækkun, sem ríkisstjórnin lofar nú að komi til framkvæmda árið 2018. Samkvæmt kosningaloforðinu á hún að koma til framkvæmda strax og í rauninni átti hún að koma til framkvæmda strax eftir kosningar 2013 sbr. loforð Sjálfstæðisflokksins. Þessi dráttur á framkvæmd loforðsins hefur kostað aldraða og öryrkja tugi milljarða kr. Allt bendir til þess, að það hafi aldrei verið ætlun Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að efna þetta stóra kosningaloforð. Svo virðist sem það hafi átt að blekkja kjósendur. Engin leið er að vita hvað margir kusu stjórnarflokkana út á þetta loforð. Þeir geta verið margir. Ef til vill hefur þetta loforð komið stjórnarflokkunum til valda. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir hafa aldrei minnst á þetta loforð eftir að þeir komust til valda. En stjórnarflokkarnir gáfu fleiri loforð fyrir kosningar 2013. Þeir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. 3 voru afturkölluð en hin 3 hafa ekki verið afturkölluð enn. Auk þess gaf Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög stórt kosningaloforð til aldraðra. Hann lofaði að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum. Hann hefur ekki staðið við það. Ríkisstjórnin leiðrétti útreikning grunnlífeyris en fyrri ríkisstjórn hafði skert hann hjá þeim, sem höfðu mjög háan lífeyri úr lífeyrissjóði. Grunnlífeyrir féll niður hjá þeim, sem voru með 332 þúsund kr. og meira á mánuði úr lífeyrissjóði. Þetta var fært til fyrra horfs. Það hrökk skammt til þess að afnema tekjutengingar vegna lífeyris aldraðra. Skerðingar lífeyris voru einnig miklar vegna atvinnutekna og fjármagnstekna. Samkvæmt loforðinu átti af afnema allar skerðingar. Það loforð var ekki uppfyllt. Ný lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi, veita hvergi nærri nægar kjarabætur. Aldraðir í hjónabandi, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, eiga að fá 195 þúsund á mánuði eftir skatt 2017. Þetta er svo lágt, að það er til skammar. Einhleypir eldri borgarar í sömu stöðu eiga að fá 227 þúsund kr. á mánuði eftir skatt; einnig skammarlega lágt. En ríkisstjórnin taldi þetta gífurlega mikla hækkun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun