Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí.
„Ég er búinn að vera að detta í það. Frá mánudegi fram á föstudag og svo fram á sunnudag. Ég hef líka verið að taka kókaín,“ sagði Fury við Rolling Stone.
„Ég get ekki tekið á vandamálum mínum og það eina sem hjálpar mér er að drekka þar til ég man ekki meir. Ég er þunglyndur og vonandi verð ég drepinn áður en ég frem sjálfsmorð.“
Þetta viðtal kemur beint á hæla furðulegrar hegðunar Fury á Twitter þar sem hann sagðist vera hættur í hnefaleikum en hætti við að hætta nokkrum tímum síðar. Hann sagðist vera að grínast.
Fury tók heimsmeistaratitilinn af Wladimir Klitschko í fyrra en ekki hefur gengið að koma þeim í hringinn í ár vegna meiðsla og vandræða Fury sem meðal annars féll á lyfjaprófi.
Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð

Tengdar fréttir

Fury var bara að grínast
Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury.

Fury hættur og drullar yfir hnefaleika
Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter.