Icelandair hefur áætlunarflug til Philadelphia Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2016 12:23 Philadelphia er átjándi áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku. Mynd/Wikipedia Commons Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Philadelphia í Bandaríkjunum á næsta ári. Fyrr í dag greindi Vísir frá áætlunum flugfélagsins að fljúga til Tampa á Flórída á næsta ári. Sala farseðla er þegar hafin. Borgirnar eru sautjándi og átjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flugið til Philadelphia hefst í 30. maí og stendur til 20. september, en flugið til Tampa er heilsársflug sem hefst 6. september á næsta hausti „Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2017 verður um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni fjölga um 450 þúsund frá yfirstandandi ári. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 vélar bætast við flotann,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Að neðan má sjá finna upplýsingar um borgirnar tvær úr tilkynningu flugfélagsins.Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku næsta sumar á alþjóðaflugvöllinn í borginni, sem er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.Tampa í Florida stendur við Mexíkóflóann og er miðstöð stjórnsýslu og þjónustu fyrir um 4,5 milljón íbúa svæði sem einkum er þekkt fyrir ferðaþjónustu og strandbæi eins og St. Petersburg, Clearwater Beach og Sarasota. Tæplega tveggja tíma akstur er milli Orlando, sem Icelandair hefur þjónustað um árabil, og Tampa. Flugið til Tampa Bay hefst 6. september og eykst þá tíðnin inn á hina vinsælu ferðamannastaði Florida, auk þess sem Tampa flugvöllur býður upp á góða tengiflugsmöguleika.„Þessir áfangastaðir falla vel að leiðakerfi okkar. Borgirnar opna ný stór markaðssvæði fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug okkar til og frá Evrópuborgum. Þá eru þær kærkomin valkostur fyrir Íslendinga í ferðahug“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.Leiðakerfi Icelandair hefur margfaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða um 30% þess fjölda, 4,2 milljónum, sem gert er ráð fyrir á árinu 2017. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Philadelphia í Bandaríkjunum á næsta ári. Fyrr í dag greindi Vísir frá áætlunum flugfélagsins að fljúga til Tampa á Flórída á næsta ári. Sala farseðla er þegar hafin. Borgirnar eru sautjándi og átjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flugið til Philadelphia hefst í 30. maí og stendur til 20. september, en flugið til Tampa er heilsársflug sem hefst 6. september á næsta hausti „Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2017 verður um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni fjölga um 450 þúsund frá yfirstandandi ári. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 vélar bætast við flotann,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Að neðan má sjá finna upplýsingar um borgirnar tvær úr tilkynningu flugfélagsins.Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku næsta sumar á alþjóðaflugvöllinn í borginni, sem er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.Tampa í Florida stendur við Mexíkóflóann og er miðstöð stjórnsýslu og þjónustu fyrir um 4,5 milljón íbúa svæði sem einkum er þekkt fyrir ferðaþjónustu og strandbæi eins og St. Petersburg, Clearwater Beach og Sarasota. Tæplega tveggja tíma akstur er milli Orlando, sem Icelandair hefur þjónustað um árabil, og Tampa. Flugið til Tampa Bay hefst 6. september og eykst þá tíðnin inn á hina vinsælu ferðamannastaði Florida, auk þess sem Tampa flugvöllur býður upp á góða tengiflugsmöguleika.„Þessir áfangastaðir falla vel að leiðakerfi okkar. Borgirnar opna ný stór markaðssvæði fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug okkar til og frá Evrópuborgum. Þá eru þær kærkomin valkostur fyrir Íslendinga í ferðahug“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.Leiðakerfi Icelandair hefur margfaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða um 30% þess fjölda, 4,2 milljónum, sem gert er ráð fyrir á árinu 2017.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01