Icelandair hefur áætlunarflug til Philadelphia Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2016 12:23 Philadelphia er átjándi áfangastaður Icelandair í Norður-Ameríku. Mynd/Wikipedia Commons Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Philadelphia í Bandaríkjunum á næsta ári. Fyrr í dag greindi Vísir frá áætlunum flugfélagsins að fljúga til Tampa á Flórída á næsta ári. Sala farseðla er þegar hafin. Borgirnar eru sautjándi og átjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flugið til Philadelphia hefst í 30. maí og stendur til 20. september, en flugið til Tampa er heilsársflug sem hefst 6. september á næsta hausti „Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2017 verður um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni fjölga um 450 þúsund frá yfirstandandi ári. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 vélar bætast við flotann,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Að neðan má sjá finna upplýsingar um borgirnar tvær úr tilkynningu flugfélagsins.Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku næsta sumar á alþjóðaflugvöllinn í borginni, sem er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.Tampa í Florida stendur við Mexíkóflóann og er miðstöð stjórnsýslu og þjónustu fyrir um 4,5 milljón íbúa svæði sem einkum er þekkt fyrir ferðaþjónustu og strandbæi eins og St. Petersburg, Clearwater Beach og Sarasota. Tæplega tveggja tíma akstur er milli Orlando, sem Icelandair hefur þjónustað um árabil, og Tampa. Flugið til Tampa Bay hefst 6. september og eykst þá tíðnin inn á hina vinsælu ferðamannastaði Florida, auk þess sem Tampa flugvöllur býður upp á góða tengiflugsmöguleika.„Þessir áfangastaðir falla vel að leiðakerfi okkar. Borgirnar opna ný stór markaðssvæði fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug okkar til og frá Evrópuborgum. Þá eru þær kærkomin valkostur fyrir Íslendinga í ferðahug“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.Leiðakerfi Icelandair hefur margfaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða um 30% þess fjölda, 4,2 milljónum, sem gert er ráð fyrir á árinu 2017. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Philadelphia í Bandaríkjunum á næsta ári. Fyrr í dag greindi Vísir frá áætlunum flugfélagsins að fljúga til Tampa á Flórída á næsta ári. Sala farseðla er þegar hafin. Borgirnar eru sautjándi og átjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Flugið til Philadelphia hefst í 30. maí og stendur til 20. september, en flugið til Tampa er heilsársflug sem hefst 6. september á næsta hausti „Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2017 verður um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Áætlað er að farþegar verði um 4,2 milljónir á árinu 2017 og muni fjölga um 450 þúsund frá yfirstandandi ári. Alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 vélar bætast við flotann,“ segir í tilkynningu frá Icelandair. Að neðan má sjá finna upplýsingar um borgirnar tvær úr tilkynningu flugfélagsins.Philadelphia er ein af þekktustu borgum Bandaríkjanna, en hún tilheyrir Pennsylvaniufylki og er mitt á milli New York og Washington. Phildadelphia er einn af helstu sögustöðum Bandaríkjanna er bæði sjálfstæðisyfirlýsingin (1776) og stjórnarskráin (1787) voru staðfest og undirrituð þar. Borgin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum en íbúafjöldi hennar og næsta nágrennis er um 7,2 milljónir. Flogið verður fjórum sinnum í viku næsta sumar á alþjóðaflugvöllinn í borginni, sem er meðal umferðarmestu flugvalla Norður-Ameríku.Tampa í Florida stendur við Mexíkóflóann og er miðstöð stjórnsýslu og þjónustu fyrir um 4,5 milljón íbúa svæði sem einkum er þekkt fyrir ferðaþjónustu og strandbæi eins og St. Petersburg, Clearwater Beach og Sarasota. Tæplega tveggja tíma akstur er milli Orlando, sem Icelandair hefur þjónustað um árabil, og Tampa. Flugið til Tampa Bay hefst 6. september og eykst þá tíðnin inn á hina vinsælu ferðamannastaði Florida, auk þess sem Tampa flugvöllur býður upp á góða tengiflugsmöguleika.„Þessir áfangastaðir falla vel að leiðakerfi okkar. Borgirnar opna ný stór markaðssvæði fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug okkar til og frá Evrópuborgum. Þá eru þær kærkomin valkostur fyrir Íslendinga í ferðahug“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.Leiðakerfi Icelandair hefur margfaldast að umfangi frá árinu 2009. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir, eða um 30% þess fjölda, 4,2 milljónum, sem gert er ráð fyrir á árinu 2017.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Icelandair hefur áætlunarflug til Tampa á Flórída á næsta ári Flogið verður tvisvar á viku milli Keflavíkur og Tampa International Airport frá og með 7. september 2017. 5. október 2016 11:01