Erlent

Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels?

Atli Ísleifsson skrifar
Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.
Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.
Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels á fréttamannafundi í Ósló sem hefst klukkan 9:00 að íslenskum tíma.

Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir.

Hægt verður að fylgjast með fréttamannafundinum í spilaranum að neðan.

Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.

Fyrr í vikunni reifaði Vísir hverjir þykja líklegastir til að hreppa hnossið að þessu sinni.

Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×